Haldinn fimmtudaginn 25. október. 2007 að Iðndal 2.
Mættir eru: Kristinn Sigurþórsson, Kristberg Finnbogason, Sigríður Ragna Birgisdóttir,
Kolbeinn Hreinsson og Jón Elíasson.
Fundur settur kl. 18.00
1. mál. – Rekstraröryggi samskiptakerfa
Vegna bilunar sem átti sér stað á ljósleiðara inn í Vogana þriðjudaginn 23.
október frá kl. 07:00 – 12:30 og olli því að netsamband inn í bæjarfélagið lá niðri,
vill nefndin að kannað verði hvernig lagningu ljósleiðara sé háttað inn í önnur
sveitarfélög, þ.e. hvort varaleiðir séu til staðar. Það er samdóma álit nefndarinnar
að öruggt netkerfi sé forsenda þess að fyrirtæki, sem nú þegar eru til staðar og ný
fyrirtæki sem hér vilja setjast að, hafi öruggt starfsumhverfi.
2. mál – Uppbygging í ferðaiðnaði í Sveitarfélaginu
Nefndin telur að nú sé tímabært að kynna bæjarstjórn hugmyndir nefndarinnar að
uppbyggingu í ferða- og atvinnumálum í Sveitarfélaginu Vogum og samþykkir að
boða bæjarstjórn á kynningarfund sem fyrst.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 19:25