Atvinnumálanefnd

1. fundur 18. janúar 2011 kl. 18:00 - 19:53 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 18. janúar
2011 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Jóngeir Hjörvar
Hlinason og Bergur Brynjar Álfþórsson sem ritar fundargerð í tölvu.
Aldursforseti, Jóngeir Hjörvar stýrir fundi.
1. Erindisbréf atvinnumálanefndar.
Fundarstjóri fer yfir erindisbréf og brýnir fyrir nefndarmönnum að kynna sér það
gaumgæfilega.
2. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Jón Elíasson er kjörin formaður, Björg Leifsdóttir varaformaður og Bergur
Brynjar Álfþórsson ritari.
Formaður tekur við fundarstjórn.
3. Ákvörðun fundartíma nefndarinnar.
Ákveðið að fastur fundartími nefndarinnar verði þriðja þriðjudag hvers mánaðar
kl. 18:00.
4. Atvinnustefna, drög.
Atvinnustefnan lögð fram.
5. Atvinnumál í bæjarfélaginu – þróun.
Atvinnumál rædd, formanni falið að finna tölulegar staðreyndir til framlagningar
á næsta fundi nefndarinnar.
6. Kynningarmál bæjarfélagsins.
Ýmsar hugmyndir um kynningarmál sveitarfélagsins ræddar.
7. Tengsl nefndarinnar við Atvinnuþróunarfélag Voga og Vatnsleysustrandar.
Formanni falið að bjóða formanni Atvinnuþróunarfélags Voga og
Vatnsleysustrandar á fund nefndarinnar til að kynna starfsemi félagsins.
8. Svæðisskipulag, kynning á vinnu við skipulagið og stöðu.
Rætt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:53

Getum við bætt efni síðunnar?