Atvinnumálanefnd

2. fundur 01. febrúar 2011 kl. 18:10 - 20:36 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 1. febrúar
2011 kl. 18:10 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Jóngeir Hjörvar
Hlinason og Bergur Brynjar Álfþórsson sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
Eirný Vals bæjarstjóri situr fundinn.

1. Atvinnuþróunarfélag Voga og Vatnsleysustrandar
Þórður Guðmundsson formaður félagsins mætti á fundinn kl 18:10 og kynnti starfsemi
þess og markmið.
Þórður vék af fundi kl. 19:13
2. Skipulag nefndarstarfa, framkvæmd og markmiðasetning byggð á 3ja lið
erindisbréfs atvinnumálanefndar.
Skipulag nefndarinnar rætt í samhengi við 3ja lið erindisbréfs.
Nefndin stefnir að heimsóknum í fyrirtæki í sveitarfélaginu með hækkandi sól.
Eirný Vals víkur af fundi kl 19:47
3. Atvinnustefna, drög lögð fram til kynningar og umræðu.
Stefnan rædd.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.20:36

Getum við bætt efni síðunnar?