Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 1. mars
2011 kl. 18:10 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Jóngeir Hjörvar
Hlinason og Bergur Brynjar Álfþórsson sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
Eirný Vals bæjarstjóri situr fundinn.
1. Starfandi fyrirtæki í sveitarfélaginu (skipulag heimsókna).
Listi lagður fram, formaður leggur fyrir næsta fund tillögu að heimsóknaskipulagi.
Formanni er gefið umboð nefndarinnar til að setja sig í samband við fyrirtæki á
listanum.
2. Atvinnuleysistölur, aldurs- og kynjaskipting (möguleg úrræði).
Lagðar fram nýjar tölur um atvinnuleysi í sveitarfélaginu. Nefndin mun áfram
fylgjast með þróun milli mánaða.
3. Skipulag kynningarmála í sveitarfélaginu fyrir 2011.
Nefndin leggur til að farið verði í vinnu við að endurskoða heimasíðu
sveitarfélagsins.
4. Hugsanleg verkefni innan sveitarfélagsins með stuðningi
atvinnuleysistryggingasjóðs.
Brýnt er að gaumgæfa hvaða ný störf eða tímabundnu verkefni innan
sveitarfélagsins gætu fallið að vinnumarkaðsaðgerðum VMST. Nefndin hvetur
fyrirtæki í sveitarfélaginu til að kynna sér úrræði VMST.
5. Atvinnustefna (útgáfa, kynning, framkvæmd).
Atvinnustefnan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Ákveðið að fela
bæjarstjóra að hefja vinnu við útgáfu á kynningarbæklingi um atvinnustefnuna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:55