Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 22.. maí,
2012 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Jóngeir H. Hlinason, Björg Leifsdóttir,
og Bergur Brynjar Álfþórsson. Einnig Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, sem ritar fundargerð í
tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
.
1. Gerð kynningarbæklings um atvinnu- og þjónustustarfsemi.
Haukur Haraldsson ráðgjafi mætti á fundinn og kynnti hugleiðingar um
sóknarfæri í ferðamálum. Haukur og samstarfsaðilar hans hyggjast hefja
skipulagðar hálfsdagsferðir frá Reykjavík í Voga og til baka. Gert er ráð fyrir að
ferðin taki um 6 klst., í þeim verði innifalin afþreying í sveitarfélaginu (sjóstöng,
lundaskoðun, kræklingaveisla, skoðunarferð um Vatnsleysuströnd, kvöldverður
o.fl.). Einnig eru hugmyndir um 2-3 skipulagða viðburði í Aragerði (útigrill).
Framkvæmd ferðanna verður á hendi Time Tours, en sala í ferðirnar fer fram hjá
Volcano House í Reykjavík. Tillaga Hauks er að sveitarfélagið kosti útgáfu
kynningarbæklings sem hann kynnti á fundinum, áætlaður kostnaður er kr.
250.000. Upplag er áætlað 1.500 eintök. Gert er ráð fyrir að bæklingurinn sé
almennur og nýtist sem kynningarefni án tillits til sértækra viðburða sem kynntir
eru hverju sinni. Þeir þjónustuaðilar í sveitarfélaginu sem óska eftir að kynna
þjónustu sína kosta sjálfir sitt kynningarefni, sem verður hluti af almenna
bæklingnum.
Atvinnumálanefnd leggur til að sveitarfélagið styðji verkefnið með fjárframlagi
kr. 250.000. Skilyrt er að fyrirtæki í sveitarfélaginu sem vilja koma þjónustu sinni
á framfæri í bæklingnum sé tryggður aðgangur að bæklingnum. Jafnframt er
skilyrt að sveitarfélagið hafi aðkomu að ritstjórn bæklingsins.
2. Útgáfu – og kynningarmál, vísun frá bæjarráði
Atvinnumálanefnd fagnar hugmyndinni og leggur til að sveitarfélagið gefi út
fréttabréf t.d. á þriggja mánaða fresti með helstu fréttum af vettvangi bæjarmála.
Bæjarstjóra verði falin umsjón og ritstjórn með fréttabréfinu.
3. Strandveiðar og byggðakvóti, vísun frá bæjarráði
Málið kynnt og rætt. Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða úr skoðun bæjarstjóra á
málefnum Vogahafnar liggur fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10