53. fundur
11. október 2019 kl. 09:00 - 09:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Svava Sigmundsdóttir
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Brekkugata 6 - Umsókn um byggingarleyfi
1906001
Elzbieta Kowal og Jacek Kowal, sækja um byggingarleyfi vegna byggingar anddyris og breytinga á útitröppum, skv. umsókn um byggingarleyfi dags. 29.05.2019 og aðaluppdráttum Batterísins Arkitekta dags. 15.04.2019 og breytingardags. 24.07.2019.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.
2.Lyngdalur 1. Umsókn um byggingarleyfi
1910007
Guðmundur Kristinn Sveinsson og Svanhildur Kristinsdóttir, sækja um byggingarleyfi vegna viðbyggingar, skv. umsókn um byggingarleyfi dags. 10.09.2019 og aðaluppdráttum Emils Þórs Guðmundssonar dags. 08.08.2019.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.
3.Landakot I. Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá.
1910003
Eydís Franzdóttir og Guðni Franzson sækja um stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni Landakot L130865 fyrir íbúðarhús og áfast fjós skv. lóðarblaði dags. 24.09.2019 og umsókn dags. 01.10.2019.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar er samþykkt, samræmist aðalskipulagi og skipulagslögum nr. 123/2010.