Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

22. fundur 05. mars 2014 kl. 15:00 - 15:15 Á bæjarskrifstofu

 

 

 

22.fundur

Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 5. mars 2014 og hófst hann kl. 15:00

 

 

Fundinn sátu:

Dagmar Fríða Halldórsdóttir, þjónustufulltrúi og Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1401100 - Umsókn um byggingarleyfi

 

Tjarnargata 2, Stóru-Vogaskóli. Umsókn um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á leiktæki á leiksvæði á lóð skólans skv. umsókn dags. 22.01.2014.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt, samræmast aðal- og deiliskipulagi, lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin er lokaúttekt skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og vottorð um að aðalskoðun leiksvæðis og leikvallatækja hafi farið fram skv. reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

 

 

 

2.

1206008 - Umsókn um byggingarleyfi

 

Vatnsleysa fiskeldisstöð landnr. 131131, Íslandsbleikja ehf. sækir um byggingaleyfi fyrir 8 fiskeldiskerjum skv. ódagsettri umsókn móttekinni 05.06.2012 og yfirlitsmynd GS Teiknistofu dags. 01.06.2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd afgreiddi umsóknina á 44. fundi 18.09.2012, sbr. bókun: "Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina og er henni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012." Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á 76. fundi sínum 26.12.2012.

Skv. leigusamningi, dags. 11.04.2006, um fiskeldisstöðina hefur umsækjandi heimild án sérstaks leyfis leigusala til að reisa ný mannvirki á lóðinni.

Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt, samræmast aðalskipulagi, skipulagslögum nr. 123/2010, lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Gera þarf eignaskiptayfirlýsingu um eignina eigi ný mannvirki að vera í eigu umsækjanda.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?