Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

20. fundur 13. nóvember 2013 kl. 14:00 - 14:15 Á bæjarskrifstofu

 

 

 

20.fundur

Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 13. nóvember 2013 og hófst hann kl. 14:00

 

 

Fundinn sátu:

Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og Jóna Guðmundsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1304015 - Umsókn um byggingarleyfi, Hafnargata 19

 

Hafnargata 19. Hörgull ehf sækir um byggingarleyfi fyrir skyndibitastað skv. umsókn. dags. 05.04.2013 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 29.08.2013.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Suðurnesja, Heilbrigðiseftirliti og Vinnueftirlitinu.

Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt, samræmast aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

 

2.

1311024 - Umsókn um byggingarleyfi, Iðavellir

 

Iðavellir, Vatnsleysuströnd. Pétur Hlöðversson sækir um byggingarleyfi fyrir vinnustofu, mhl. 02 og gróðurhúsi, mhl. 03 skv. umsókn. dags. 12.11.2013 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 21.08.2013.

Fyrir liggur umsögn Brunavarna Suðurnesja.

Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt, samræmast aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið er að í millilofti verði settir upp í það minnsta 2 reykskynjarar.

 

 

 

3.

1310017 - Umsókn um byggingarleyfi girðingar Fagridalur 2

 

Fagridalur 2. Richard David Hillman sækir um byggingarleyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum sem snýr að Leirdal skv. umsókn dags. 09.07.2013 og meðfylgjandi rissi.

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012.

 

 

 

4.

1309022 - Umsókn um stöðuleyfi, Kálfatjörn.

 

Umsókn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta gáma til 12 mánaða á svæði sem skipulagt er fyrir áhaldahús og jarðvegsskýli að Kálfatjörn, skv. umsókn dags. 12.09.2013 og afstöðuuppdrætti.

Fyrir liggur umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar frá 17. september 2013:
Ekki er gerð athugasemd við að veitt sé stöðuleyfi í samræmi við umsókn, enda verði gengið snyrtilega frá gámunum og þeir málaðir í mildum lit sem fellur að umhverfinu.

Afgreiðsla:
Stöðuleyfi veitt í 12 mánuði eða til 13. nóvember 2014. Samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið er að gengið verði snyrtilega frá gámunum og þeir málaðir í mildum lit sem fellur að umhverfinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?