Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

6. fundur 21. júlí 2010 kl. 16:00 - 16:15 Iðndal 2

Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa

Sveitarfélagsins Voga

 

 

6. fundur

 

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga, haldinn miðvikudaginn 21. júlí 2010 kl. 16:00 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarstjóri sem ritar fundargerð í tölvu.

 

 

Byggingarleyfi

 

  1. Smáratún, Vatnsleysuströnd. Breyttir aðaluppdrættir viðbyggingar ásamt bílgeymslu vegna byggingarleyfis sem afgreitt var á 5. afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.06.2010. Viðbyggingin er stækkuð um 2,9 m til norð-vesturs frá fyrri uppdráttum. Á fylgiskjali með aðaluppdráttunum liggur fyrir samþykki nágranna sem ákveðið var að umsóknin yrði grenndarkynnt fyrir á 21. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 20.05.2010.

 

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

 

 

  1. Jónsvör 7, Vogum. Breyttir aðaluppdrættir, sýna innra skipulag eins og húsið hefur verið byggt. Breytt er fyrirkomulagi kæla og umbúðageymslu, ásamt dyrum að geymslu og vegg við verkstjóraherbergi. Eignarhluta 0102 er breytt í geymslu með millilofti og eignarhluta 0103 er breytt í pökkun með geymslulofti. Opnað er á milli allra eignarhluta.

 

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

 

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?