Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa
Sveitarfélagsins Voga
5. fundur
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga, haldinn miðvikudaginn 23. júní 2010 kl. 15:45 að Iðndal 2.
Mætt eru: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarstjóri sem ritar fundargerð í tölvu.
Byggingarleyfi
Árni Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið að Smáratúni ásamt bílgeymslu skv. umsókn dags 20.04.2010 og aðaluppdráttum Kristjáns G. Leifssonar dags. 03.05.2010.
Afgreiðsla: Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 21. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 18. maí sl. Borist hafa bréf frá eigendum Skólatúns 1 og 2 þar sem þeir lýsa yfir að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að af breytingunum verði. Engar athugasemdir hafa borist vegna umsóknarinnar.
Samþykkt, samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.50