Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa
Sveitarfélagsins Voga
3. fundur
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga, haldinn miðvikudaginn 12. maí 2010 kl. 16:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarritari sem ritar fundargerð í tölvu.
Byggingarleyfi
Spilda á Dal úr landi Stóra Knarrarness II, Vatnsleysuströnd, landnr. 211259. Umsókn Péturs Hlöðverssonar mótt. 25.03.2010 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús skv. aðaluppdráttum HSÁ teiknistofu dags 01.12.2008.
Afgreiðsla: Frestað, lagfæra þarf uppdrætti skv. athugasemdalista byggingarfulltrúa dags. 12.05.2010.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.10