Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa
Sveitarfélagsins Voga
11. fundur
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga, haldinn miðvikudaginn 7. september 2011 kl. 14:40 að Iðndal 2.
Mætt eru: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarstjóri sem ritar fundargerð í tölvu.
Viðurkenning iðnmeistara
Ólafur Gíslason kt. 290644-3999 sækir um viðurkenningu sem húsasmíðameistari í Sveitarfélaginu Vogum skv. umsókn dags. 17.08.2011 og fylgigögnum.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Byggingarleyfi
Iðndalur 5, björgunarsveitin Skyggnir sækir um endurnýjun byggingarleyfis fyrir viðbyggingu skv. umsókn dags. 23.08.2011 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. áður samþykktum 19.05.2009.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi og mannvirkjalögum nr. 160/2010. Áskilið er samþykki meðeiganda hússins, að Iðndal 5a.
Heiðargerði 19, Slawomir Rekowski sækir um byggingarleyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum við Heiðargerði og Ægisgötu skv. umsókn og dags 31.08.2011 og meðfylgjandi uppdrætti.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Áskilið er að frágangur girðingar verði traustur og snyrtilegur.
Stóra - Vatnsleysa, Siv E. Sæmundsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir útveggjaklæðningu útihúss mhl. 02 með bárustáli skv. umsókn dags 06.09.2011.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Sigurður H. Valtýsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vensla við umsækjanda.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 14:45