Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

97. fundur 25. mars 2025 kl. 15:30 - 16:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
  • Pálmar Halldórsson Byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Byggingarleyfi Kirkjugerði 2-4 L237887

2503001

Guðmundur Óskar Unnarsson hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Eingahaldsfélagið Normi ehf. með umsókn dagsettri 28.02.2025. Sótt er um leyfi til að reisa parhús að Kirkjugerði 2-4 Vogum. Um er að ræða timburhús með einhalla þaki.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Byggingarheimild fyrir rafstöðvar Vogavík Stapavegur 1

2502028

Þórhallur Garðarsson hönnuður sækir um byggingarheimild fyrir hönd Benchmark Genetics Iceland hf. Sótt er byggingarheimild fyrir tvær rafstöðvar í gámahúsi mhl. 54 og mhl. 55 samkvæmt teikningum dags. 28.02 2022.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Byggingarheimild frístundahúss Hvassahraun 3

2502029

Vigfús Halldórsson hönnuður sækir um byggingarheimild fyrir hönd Bartlomiej Jan Górecki til að reisa 149,4 m2 frístundahús, um er að ræða frístundahús á einni hæð.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

4.Byggingarheimild - Vogagerði 21

2502011

Guðni Scheving sækir um leyfi til setja sólarsellur á þak Vogagerði 21 Vogum, um er að ræða 90 sellur, 45 á hvorri hlið, samkvæmt umsókn 08.02.2025
Byggingaráformin eru samþykkt. Það er mat byggingarfulltrúa að um óverulega breytingu skv. 2.3.4 gr byggingarreglugerðar sé um að ræða sem mun ekki skerða hagsmuni nágranna. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

5.Hafnargata 101 L173787 - Niðurrif byggingar og lóðarhreinsun.

2412009

Arnarvirki ehf sækir um leyfi til niðurrifs eldri bygginga og hreinsun á lóð samkvæmt samningi við sveitafélagðið Vogar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir niðurrifi.
Umsókn samþykkt. Útgáfa leyfis er háð leyfi frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Vinnueftirlitinu vegna meðferðar á spilliefnum. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. Áskilin er úttekt við lok niðurrifs mannvirkis skv. 16.gr. mannvirkjalaga nr. 123/2010. Verkið skal framkvæma að höfðu samráði við eftirlitsmann sveitarfélagsins skv. samkomulagi.

6.Hvammsdalur 9 L188894 - byggingarheimild

2502015

Dawid Jarka sækir um byggingarheimild, umsókn dagsettri 12.02.2025. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi húsnæðis skv. teikningum frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 10.02.2025.
Byggingaráformin eru samþykkt um er að ræða minni háttar breytingu á útliti og innra skipulagi án stækkunar. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?