Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

96. fundur 30. janúar 2025 kl. 13:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
  • Pálmar Halldórsson Byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Hrafnaborg 11 umsókn um byggingaleyfi

2412019

Kristinn Ragnarsson hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir hönd ICE work ehf. með umsókn dagsettri 17/12/2024. Sótt er um leyfi til að reisa fjögurra íbúða raðhús á einni hæð, húsið verður hannað á grundvelli algildrar hönnunar.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Umsókn um stöðuleyfi

2501031

Sandra Sigurðardóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til 1. árs á lóð sinni að Hrafnaborg 10, umsókn tengist smíði á húsi í garðinum og vantar geymslu og rými fyrir lítinn heimarekstur.
Erindinu er hafnað.

3.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 - Hrafnaborg 5

2206034

Sótt er um breytingu á Hrafnaborg 5, umsóknin lýtur að því að fjölga geymslum á 1. hæð og færa tæknirými.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

4.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Heiðargerði 19,

2307009

Jón Hrafn Hlöðversson sækir um byggingarheimild fyrir hönd Agnars Páls Agnarssonar, sótt er um byggingarheimild til að bæta við litlum útbyggingum í austur og vestur. Einnig er verið að breyta gluggasetningu og þakformi. Sjá nánar á uppdrætti.
Byggingaráformin eru samþykkt. Útlitsbreyting er óveruleg skv. 2.3.4 gr byggingarreglugerðar og mun ekki skerða hagsmuni nágranna. Einnig er vísað til málsmeðferðar skipulagsnefndar þar sem hafnað er skiptingu á húsinu í tvær íbúðir. Umsóknin samræmist aðalskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?