90. fundur
01. mars 2024 kl. 10:00 - 10:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Davíð ViðarssonSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hanna Lísa HafsteinsdóttirVerkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði:Davíð Viðarssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Grænaborg 12
2303043
Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, GLL ehf. kt: 490307-0790. Sótt er um fyrir 24 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum 02.12.2022, gerða af Kristinn Ragnarson arkitektar ehf.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
2.Umsókn um stöðuleyfi Hafnargata 6
2402008
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Hafnargötu 6. Áður hefur verið sótt um fyrir þremur gámum en nú er sótt um fyrir þeim fjórða. Gámarnir standa á lóðinni nú þegar.
Stöðuleyfi er samþykkt en eigandi er hvattur til að finna aðrar lausnir fyrir gámana að stöðuleyfi loknu og bæta umhirðu lóðar.
3.Umsókn um byggingarleyfi - Suðurgata 5 (færanlega kennslustofa)
2402025
Sótt erum fyrir færanlegri kennslustofu skv. aðaluppdráttum 10.01.2024, gerða af Þórhalli Garðarssyni.
Byggingaráformin eru samþykkt. Erindið hefur verið kynnt nágrönnum. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.