Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

89. fundur 21. desember 2023 kl. 15:30 - 15:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Hrafnaborg 1,

2306025

Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, RK bygg ehf. kt: 560916-1830. Sótt er um fyrir 8 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum 05.07.2022, gerða af Kristinn Ragnarson arkitekt ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Hvassahraun L130853 - Niðurrif

2309027

Sótt er um fyrir niðurrifi á húsi. Húsið verður flutt á fyrri stað í Reykjavík.
Afgreiðsla: Niðurrif er samþykkt. Áskilið er að byggingarefni sem ekki fylgir húsinu verði fjarlægt og komið á viðurkenndan móttökustað til förgunar eftir því sem við á. Þrátt fyrir að sótt sé um leyfi fyrir niðurrif að megin framkvæmdum loknum er engu að síður áskilað að fram fari lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Umsókn um stöðuleyfi - Hafnargata 6

2312012

Vogn ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir 3 gámum við Hafnargötu 6. Gámarnir eru staðsettir á lóðinni.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt en eigandi er hvattur til að finna aðrar lausnir fyrir gámana að stöðuleyfi loknu og bæta umhirðu lóðar.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Þorbjörn hf. - 50 íbúagámar við Hafnargötu 10

2312013

Um er að ræða bráðabirgðalausn til skemmri tíma vegna aðstæðna í Grindavík.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni síðunnar?