Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

84. fundur 09. júní 2023 kl. 15:15 - 15:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Heiðarholt 5,

2303027

Linde Gas óskar eftir tímabundnum afnotum af lóðinni Heiðarholt 3 á meðan framkvæmdir við verksmiðjuna að Heiðarholti 5 standa yfir, á tímabilinu 15.06.2023 til 31.12.2023. Á lóðinni yrði aðstaða fyrir verktaka ásamt mataraðstöðu og salerni. Rafmagn, vatnslagnir og fráveita verður tengt við aðstöðu Linde á lóð nr. 5. Bílastæði fyrir starfsmenn verktaka og vinnuvélar yrðu einnig á lóðinni.
Umsóknin um stöðuleyfi er samþykkt. Vakin er athygli á að annar verktaki er með stöðuleyfi á sömu lóð.

2.Umsókn um stöðuleyfi - Iðndalur 4

2306008

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tveim 20 feta gámum við Iðndal 4. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 12 mánuði. Gámarnir eru notaðir fyrir áhöld þjónustumiðstöðvar.
Samþykkt
Umsóknin um stöðuleyfi er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni síðunnar?