Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

73. fundur 31. maí 2022 kl. 14:30 - 14:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Harpa Rós Drzymkowska
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænaborg 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2203050

Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, RH ehf. kt: 4503201530, skv. umsókn dags. 3.3.2022. Sótt er um fyrir 6 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum 30.11.2022, gerða af Kristinn Ragnarson arkitekt ehf.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Umsókn um stöðuleyfi

2206002

Karl Jóhann Herbertsson sækir um stöðuleyfi fyrir frístundarhúsi í smíðum við Hvassahraun II. Eigandi mun vinna deiliskipulag fyrir lóðina og koma húsinu þar niður skv. skipulagi. Eigandi vinnur einnig að tiltekt á lóðinni.
Samþykkt
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til árs en bendir eiganda á að vinna að skipulag og tiltekt eins fljót og auðið er.

3.Samkomulag um girðingu á lóðarmörkum - Hafnargata 28

2206009

Hækkun girðingar við Kirkjugerði við innkeyrslu bið bílskúr. Fyrir er steyptur veggur sem er undir girðingu.
Samþykkt
Afgreiðsla: Erindið er samþykkt, lóðarhafa Hafnargötu 28 ber að taka tillits til umferðaröryggis og hafa girðingu ekki hærri en 1m við Hafnargötu.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni síðunnar?