Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 30. apríl 2003 kl. 17:30 - 19:20 Iðndal 2

5. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30

miðvikudaginn 30. apríl 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Rannveig Eyþórsdóttir, Olga

Sif Guðgeirsdóttir og Helga Ragnarsdóttir, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

 

1. Starfsáætlun nefndarinnar og verkefni, afgreiðsla.

Lögð fyrir og samþykkt.

2. Skólagarðar

a. Staðarval: búið að semja um kaup á hesthúsinu

b. Starfsrammi, m.a. eftir samræður formanns umhverfisnefndar grunnskólans og

tómstundafulltrúa.

c. Næstu skref

Skrifleg tillaga lögð fram, rædd og samþykkt.

3. Hreinsunarátak í vor

Umræðum frá fyrri fundi haldið áfram. Helga tekur að sér að skrifa upplýsingar til íbúa í

samráði við Kristján. Minnt er á að þegar líður á sumarið verða veittar viðurkenningar fyrir

vel hirta garða og umhverfi fyrirtækja.

Fljótlega þarf að huga að moldarbanka. Margrét býðst til að halda utan um hann fyrir íbúa

hreppsins fram til loka júní.

 

4. Land-Nám með Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs

Átakið kynnt.

Helga bendir á að ráðinn verði flokkstjóri sem hefur metnað til verksins og þekkingu og

reynslu af ræktun.

5. Önnur mál

Skoðunarferðir:

Fyrsta ferðin hefur verið farin og gekk vel. Þorvaldur hefur tekið saman fróðleiksmola sem

nýst gætu fyrir göngufólk.

Náttúruminjar, grein Helgu komin á Vogavefinn

Breyting á sveitarstjórnarlögum – afhentar

Nefndin afli sér upplýsinga um vegalagningu Hitaveitunnar við Sog.

 

Ýmis gögn um endurvinnslu og jarðgerð lögð fram til upplýsinga fyrir

nefndarmenn.

Ekki verður farið í framkvæmdir við tjaldsvæðið í sumar. Nefndin leggur til að svæðið sé

ekki auglýst á meðan það er ófullnægjandi.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:20

Getum við bætt efni síðunnar?