Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 25. júní 2003 kl. 17:30 - 19:30 Iðndal 2

7. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn

25. júní 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Jón Elíasson, Rannveig Eyþórsdóttir

og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Dagskrá

 

Olga Sif Guðgeirsdóttir hefur látið af störfum í umhverfisnefnd. Nefndin þakkar henni

vel unnin störf. Erna Margrét Gunnlaugsdóttir tekur við af henni og er hún boðin

velkomin.

1. mál Tilnefning til umhverfisverðlauna; hvernig við stöndum að verki og hvenær við

höldum vinnufund til að skoða og velja.

Ákveðið að nokkrir garðar verði teknir til athugunar þar til síðar í sumar þegar val á fegursta garði

fer fram. Nefndin gerir að tillögu að skoðunarferð nefndarmanna verði miðvikudaginn 16. júlí kl.

17:00 til 21:00 og verðlaun veitt í tengslum við fjölskyldudaginn.

2. Önnur mál

Góðar fréttir af Land-námi.

Gönguferðunum er lokið, þátttakendur voru um 20 og unnið er að skýrslu.

Matjurtagarður í góðu gengi. Ánægjulegt hversu vel gengur.

Tröppur ekki komnar á hólinn við Heiðargerði. Nefndin ítrekar ábendingu frá 2001 um úrbætur.

Hugmynd að nafnspjöldum á gömul hús endurvakin. Að íbúar þessara húsa geti leitað til

sveitarfélagsins um staðlað skilti á hús sín.

Nefndin lýsir yfir áhyggjum yfir sprengjufundi á Háabjallasvæðinu og leggur til að svæðinu verði

lokað þar til gagnger hreinsun hefur farið fram.

Helga vill minna á illgresi í og við gangstéttar, þörf er á úrbótum.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?