9. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn 29.
október 2003 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún
Andrea Einarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.
Dagskrá
1. mál Ganga frá fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð lagfærð og undirrituð.
2. mál Staða umhverfismála í hreppnum – hverju þurfum við helst að sinna á
næstunni.
Auk þess sem er á verkáætlun þyrfti að huga að eftirfarandi:
Sú hugmynd kom fram að börn í ákveðnum árgangi í skóla eða leikskóla fái tré til
gróðursetningar.
Mikið drasl í sveitarfélaginu. Þyrfti að hafa fleiri hreinsunardaga á ári. Reyna að koma
því inn hjá flólki að hafa snyrtilegt í kringum sig allan ársins hring. Virkja íþróttafélög
og önnur félög í sveitarfélaginu jafnvel gegn umbun.
Gæðakerfi fyrir umhverfið. Gera fólk meðvitaðra um umhverfi sitt.
Áburðarnotkun ómarkviss. Hugsa dæmið til enda. Hvar er helst þörf á áburðargjöf.
Mikil vinna að halda stórum beðum við. Gera þarf gróðuráætlun og vinna markvisst að
gróðursetningu sem ekki þarf mikið viðhald.
Umræða um hvert hjólreiðar færast þegar lokið hefur verið við breikkun
Reykjanesbrautarinnar.
Áningarstaði vantar við veginn á ströndina. Jafnvel skilti og bekki.
3. mál Friðlýsing fyrir kjarnorkuvopnum.
Málið rætt.
4. mál Önnur mál.
Þorvaldur gerði grein fyrir umhverfisþinginu frá því 14. október sl.
Upplýsingarskilti Landlistar og landeigenda við norðurenda Oddafells liggur undir
skemmdum. Lagt er til að umhverfisstjóri sjái til þess að skiltinu verði forðað frá
skemmdum.
Sprengjuleitarmálið kynnt enn frekar. Málið virðist alvarlegra en í fyrstu var talið. Búið
er að útbúa viðvörunarskilti sem lögreglan sér um að velja staði fyrir.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:05