Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 25. febrúar 2004 kl. 17:30 - 19:00 Iðndal 2

2. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn

25. febrúar 2004 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Jón Elíasson, Guðrún Andrea Einarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem

jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

1. mál Næstu áfangar í göngustígagerð.

Málið rætt lauslega, kort vantaði. Hugmyndir settar fram um göngustíg frá horni

Suðurgötu að Brekkugötu sem er mjög brýnt vegna mikillar umferðar gangandi

vegfarenda m.a. leikskólabarna. Frekari umræður bíða betri tíma.

2. mál Hugsanleg þátttaka í umhverfisverkefnum:

a) Vistvernd í verki (GAP, snýr að fjölskyldum og heimilum)

Athugandi væri hvort hægt væri að setja af stað einn visthóp sem fyrst.

b) Grænfáninn (Skólaverkefni)

Nefndin hvetur stjórnendur leikskólans Suðurvalla og Stóru-Vogaskóla til að

kynna sér verkefnið.

c) Staðardagskrá 21 (Sveitarfélagið í heild)

Hver er staða sveitarfélagsins í þessu ferli?

Verkefnin voru kynnt og um þau rætt.

Hægt er að kynna sér málin nánar á slóð Landverndar á www.landvernd.is

3. mál Önnur mál

Þörf er á skjólvegg norðan við leiksvæðið við Íþróttamiðstöðina.

 

Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?