5. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn
miðvikudaginn 26. maí 2004 að Iðndal 2 í Vogum kl. 17:30
Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir
sem jafnframt ritar fundargerð.
1. mál Vorhreinsun
Vegna veðurs varð lítið úr hreinsun á laugardeginum. Þó hafði sést til einhverra við
ruslatínslu. Vel tókst til á sunnudeginum og mikið að gera á gámasvæðinu.
Opnunartími gámasvæðis var ekki auglýstur og heldur ekkert símanúmer fyrir eldri
borgara og þá sem þurfa aðstoð við að fjarlægja stærri hluti.
Hafa þarf í huga fyrir næsta vor að átakið standi í fleiri daga og eins að boðið verði
upp á meiri þjónustu við að losa fólk við rusl. Einnig að hvatt verði til
nágrannahjálpar.
Fjórir starfsmenn hreppsins unnu einnig við hreinsun þessa daga.
2. mál Umhverfisáætlun
Ýmis atriði voru rædd sem snúa að áætlunargerð. Umhverfisáætlun hreppsins er til á
heimasíðu sveitarfélagsins. Hún er barn síns tíma og þarfnast endurnýjunar.
Hugsanlegir málaflokkar og markmiðasetning voru tíunduð. Nefndin leggur til að
tekið verði mið af Staðardagskrá 21 við áætlanagerðina.
Nánar verður farið í vinnu við þessi mál síðar.
3. mál Önnur mál
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún leiðrétt og prentuð út.
Nefndin hefur áhuga á að skoða og leggja mat á verkefnaskrá vinnuskólans.
Fundi slitið kl. 19:00