Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 26. júní 2004 kl. 17:30 - 19:30 Iðndal 2

6. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn

miðvikudaginn 26. maí 2004 að Iðndal 2 í Vogum kl. 17:30

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Kristín Hreiðarsdóttir og

Erna Margrét Gunnlaugsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð. Fundinn sat einnig

Kristján Baldursson umhverfisstjóri

1. mál Umhverfisverðlaun 2004

Mikilvægt er að finna út hvar við ættum helst að skoða húseignir og garða.

Reyna að forvinna svolítið áður en við förum af stað. Kristján mun skoða húseignir

og garða næstu daga og koma með tillögur til nefndarinnar um eignir sem vert er að

skoða nánar. Nefndarmenn munu líka hafa augun hjá sér og koma með tillögur fyrir

næsta fund.

Mikilvægt er að fyrirtæki hafi snyrtilegt í kringum sig og nefndin þarf að

kanna hvort eitthvert fyrirtæki á skilin umhverfisverðlaun. Nefndarmenn þurfa einnig

að vera vakandi yfir því hvað betur mætti fara í kringum fyrirtækin og koma með

ábendingar fyrir næsta fund

Stefnt er að því að hittast næst 14. júlí kl. 17 og fara í að skoða húseignir og

garða. Kristján mun senda út tilkynningu til hreppsbúa um að nefndin muni fara á

kreik þennan dag til að finna væntanlega umhverfisverðlaunahafa.

2. mál Umhverfisáætlun

Þorvaldur kynnti umhverfisáætlunina Dagskrá 21. Hann hvatti nefndarmenn

jafnframt til að kynna sér vefsíðu Staðardagskrár 21. Hugsanlegir málaflokkar sem

vert er að skoða eru t.d.

- Sjálfbær þróun

- Gróðurvernd

- Náttúruvernd

- Orkusparnaður

- Bílaumferð, umferðaröryggi, loftmengun, hávaði

- Gangstéttir, göngustígar, hjólreiða og reiðstígar, gönguleiðir

- Snyrtimennska, umgengni, árleg umhverfisviðurkenning

- Sorphirða, flokkun, endurnotkun, endurvinnsla, jarðgerð

- Frárennslismál og mengunarvarnir

- Sjóvarnir (sjóvarnargarðar) og höfnin

- Umhverfismenntun og fræðsla, almennt og í skólum hreppsins.

Ljóst er að það liggur mismikil vinna í þessum liðum, varðandi frárennslismál kynnti

Kristján fyrir nefndarmönnum að þau mál væru í farvegi og ekki mikilvægt eins og

staðan er núna að velta sér sérstaklega upp úr þeim málaflokki þar sem áætlun hefur

þegar verið kynnt.

3. mál Önnur mál

1. Verkefni vinnuskólans eru í góðum farvegi á heildina litið. Nefndin er

ánægð með að búið er að leggja fleiri verkefni fyrir vinnuskólann.

2. Tippur fyrir jarðveg, gróðurmold og skít.

Þegar er kominn tippur fyrir jarðveg í Vogavík (við Sæbýli). Ekki er

komið úrræði fyrir gróðurmold og skít.

 

3. Ástand í fuglaverndarmálum, t.d. kríuvarp.

Ástandið hefur batnað í þeim málum eftir að hámarkshraði á

Strandaveginum hefur lækkað og skilti sett upp sem vara við fuglum á

vegi.

4. Mikilvægt er að vanda upplýsingar til ferðamanna. Þorvaldur kynnti nýleg

dæmi þar sem rangar upplýsingar koma fram varðandi hreppinn. Dæmi:

travelnet.is og bæklingur sem samband sveitarfélaga gaf út.

5. Nefndin leggur til að fundið verði stæði til frambúðar fyrir

þungavinnuvélar og vörubíla. Þar sem þeir sem vinna við þessi tæki geta

lagt þeim yfir nótt.

6. Kanna þarf hvort rétt skilti sé á Hafnargötunni er varða hraðatakmarkanir í

þorpinu. Einnig væri vert að kanna hvort ekki þurfi fleiri hraðahindranir, í

því sambandi voru nefndar göturnar Stapagata og Egilsgata.

 

Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?