Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 24. nóvember 2004 kl. 17:30 - 19:00 Iðndal 2

10. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17:30

miðvikudginn 24. nóvember 2004 að Iðndal 2 í Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Rannveig Eyþórsdóttir, Erna M.

Gunnlaugsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð

 

Dagskrá

 

Rannveig Eyþórsdóttir tekur sæti Guðrúnar Andreu í nefndinni. Nefndin þakkar

Guðrúnu vel unnin störf og býður Rannveigu velkomna til starfa.

1. Umhverfisáætlun

Málið rifjað upp og kynnt nýjum nefndarmanni.

2. Framkvæmdir við Stóru-Vogaskóla

Nefndin harmar að mold sem grafin var upp vegna stækkunar Stóru-

Vogaskóla skuli hafa verið dreift um of stórt svæði, þar á meðal að bakka

Vogatjarnar. Nefndin ítrekar brýna þörf á jarðvegsbanka, miðsvæðis í

sveitarfélaginu enda er mold náttúruauðlind sem ber að fara vel með.

3. Sorphirðumál

Nefndarmenn velta fyrir sér hvort hægt sé að breyta sorphirðumálum þannig

að þeir sem flokki heimilissorpið fái umbun fyrir vinnu sína með lækkun á

sorphirðugjaldi. Að tunnur væru losaðar hálfsmánaðarlega hjá þeim sem

flokka en viku til tíu daga fresti hjá hinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?