6. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 10.00 miðvikudaginn
6. júlí 2005 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Rannveig Eyþórsdóttir og Helga
Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.
Dagskrá
1. mál Umhverfisviðurkenningar
Nefndarmenn fóru vítt og breitt um sveitarfélagið og skoðuðu fjölda fallegra garða,
vel við haldinna húsa, snyrtilegt umhverfi og uppgræðslu.
Guðjón Sverrir Agnarsson og Eyrún Antonsdóttir eigendur Aragerðis 16, hljóta
viðurkenningu fyrir glæsilegan og vel við haldinn garð í stöðugri endurnýjun.
Garðurinn er ævintýraheimur út af fyrir sig með skemmtilegum heimagerðum
listaverkum úr ýmsum nytjahlutum og fjölbreyttum gróðri.
Alice Lid eigandi Vatnsleysu, hlýtur viðurkenningu fyrir fallegan, gróinn garð sem
ræktaður er við mjög erfið skilyrði. Garðinn prýðir fjöldi harðgerðra plantna og hefur
honum verið vel við haldið í áratugi.
Oddgeir Arnar Jónsson og Halldór Viðar Jónsson, eigendur verktakafyrirtækisins
Sparra ehf, og fasteignarfélagsins Bolafóts hljóta viðurkenningu fyrir skjótan frágang
húsbygginga og góða umgengni á byggingastað við Brekkugötu 23, Austurgötu 2 og
Mýrargötu 1. Húsin hafa risið á mjög skömmum tíma og um leið hefur umgengni á
lóð verið til fyrirmyndar. Fyrir Austurgötu 2 var byggingarleyfi veitt í maí og nú eru
hús og lóð fullfrágengin og til stakrar prýði.
Eigendur hesthúsanna í Fákadal, Vogum, Gunnar Andersen, Róbert Andersen, Heidi
Andersen, Guðný Snæland, Hafsteinn Snæland, Jóhann S Þorbjörnsson, Ólafur
Guðmundsson, Helga Ragnarsdóttir og Guðrún Kristín Ragnarsdóttir hljóta
viðurkenningu fyrir snyrtileg hesthús og umhverfi þeirra, ásamt uppgræðslu á
svæðinu. Heildarsvipur götunnar er til fyrirmyndar.
Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 16:30