Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 05. október 2005 - 18:25 Iðndal 2

7. fundur umhverfisnefndar haldinn 5. október 2005 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir,

Rannveig Eyþórsdóttir, Margrét Helgadóttir og

Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerðir.

 

1. mál: Staðan í umhverfismálum

Tjörnin og vatnsbúskapur hennar. Huga þarf að bótum á umhverfi tjarnarinnar

og vatnsstöðunni sem hefur lækkað nokkuð að undanförnu sem hugsanlega

stafar af nýbyggingum í nágrenninu.

Lífrænn úrgangur sem fellur frá m.a. svínabúi og hænsnabúi í sveitarfélaginu

var enn til umræðu. Engin heildarlausn hefur enn verið fundin á þessum

málum. Brýnt er að tekið verði inn í skipulagsvinnu sveitarfélagsins

staðsetning fyrir losun á úrgangi sem þessum ásamt garðaúrgangi. Hafa þarf

heilbrigðiseftirlitið til ráðgjafar varðandi m.a. mengun og smit.

Önnur mál:

Rætt var um hættulega húsgrunna í sveitarfélaginu sem gera þarf úrbætur á.

Göngustígur (tröppur) í Heiðargerði hefur enn ekki litið dagsins ljós.

Ýmis önnur mál komu til umræðu sem umhverfisstjóra verður bent á.

 

Fundi slitið kl. 18:25

Getum við bætt efni síðunnar?