Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 30. nóvember 2005 - 18:30 Iðndal 2

9. fundur umhverfisnefndar haldinn 30. nóvember 2005 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir,

Jón Elíasson og Rannveig Eyþórsdóttir, sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

1. Mál: Umhverfisáhrif næsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar.

Rætt var um hvaða áhrif tvöföldunin og vinna við hana hefði á vegi og götur

sem nota þarf til flutninga efnis. Ef flytja á 40.000 rúmmetra af jarðvegi á golfvöllin

eru það yfir 2000 ferðir fram og til baka. Rétt væri að setja sérstaka hraðatakmörkun

á þá umferð.

Nefndin vill fá upplýsingar um hvernig ráðstafa á öllum þessum jarðvegi og hvort sé

búið að gera samninga um að ganga frá þessu á þann veg að ekki verði af

nátturuspjöll. Að öðru leyti lýsir nefndin ánægju sinni yfir að nýta eigi mold úr

Reykjanesbraut innan sveitarfélagsins.

.

2. Mál: Fréttir af umhverfisáætlun

Nefnd um umhverfisáætlun hefur haldið tvo fundi eftir langt hlé, og stefnt er að því að

ljúka verkefninu fljótlega á nýju ári.

3. Mál: Staða mála sem nefndin hefur bókað.

Þorvaldur lagði fram lista yfir þau mál sem nefndin hefur bókað undanfarin 3 ár og

hvar þau eru á vegi stödd.

4. Önnur mál voru engin bókuð að þessu sinni.

 

Fundi slitið kl. 18.30

Getum við bætt efni síðunnar?