1. fundur umhverfisnefndar haldinn 1. febrúar 2006 að Iðndal 2.
Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir,
Jón Elíasson og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.
Fundinn sat einnig Kristján Baldursson umhverfisstjóri.
1. Mál: Borhola Hitaveitu Suðurnesja í Sogum
Þorvaldur fór yfir málið, hvernig það stendur í dag.
Málið hefur ekki verið sent nefndinni til umsagnar en samkvæmt tillögum
Umhverfisstofnunar skulu málefni sem taka til svæða sem eru á náttúruminjaskrá
tekin fyrir af umhverfis- og náttúruverndarnefndum sveitarfélaga.
Svæðið við Sog er nánast óspillt af manna völdum og viðkvæmt verndarsvæði í jaðri
Reykjanesfólkvangs. Hvers konar rask mun rýra verndargildi þess og skerða notagildi
þess til útivistar og náttúruskoðunar. Því er eftirsjá af svæðinu við Sog, jafnvel þó vel
verði gengið um. Því telur nefndin óráðlegt að farið verði í þessa framkvæmd að svo
komnu máli.
2. Mál: Skipulagsmál
Kristján gerði grein fyrir og kynnti vinnu við drög að deiliskipulagi nýs hverfis
norðan við íþróttahúsið. Skoðaðir voru uppdrættir af nýja skipulaginu þar sem gert er
ráð fyrir rúmlega tvöföldun núverandi byggðar.
Búið er að gera vinnu- og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar á aðalskipulagi
sveitarfélagsins.
Það er skoðun nefndarinnar að hugmyndir Staðardagskrár 21 ættu að vera hafðar að
leiðarljósi við skipulagsvinnu sem þessa þar sem sýn til langrar framtíðar og
heildarmynd sveitarfélagsins sé ljós áður en farið er í stórframkvæmdir á minni
svæðum.
3. Mál: Önnur mál
Engin að þessu sinni.
Fundi slitið kl. 19.00