Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 29. mars 2006 - 18:45 Iðndal 2

2. fundur umhverfisnefndar haldinn 29. mars 2006 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir,

og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundinn sat einnig Jóhann Óli Hilmarsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands

(Fuglavernd) og Jóhanna Reynisdóttir umhverfisstjóri.

 

1. Mál:Umhverfi Vogatjarnar

Jóhann Óli sýndi nefndarmönnum fræðsluskilti frá m.a. Garðskaga og Flóanum sem

sýna fuglalíf, fjörugróður og fleiri upplýsingar. Nefndin þarf að koma sér saman um

hvers konar skilti væru ákjósanlegt fyrir sveitarfélagið og hvaða upplýsingar ættu að

koma þar fram. Æskilegt væri að tengja þau áningarstöðum við göngustíginn með

ströndinni. Fræðslubækling væri einnig ákjósanlegt að vinna samhliða skiltunum.

Rætt var um umhverfi tjarnarinnar og endurbætur sem gera þarf. Jóhanna gerði grein

fyrir endurbótum á norðurbakka tjarnarinnar sem væntanlega verða gerðar síðsumars.

Ýmsar hugmyndir voru tíundaðar um hvernig úrbætur mætti gera á hólmanum þannig

að hann verði vistlegur fyrir varpfugla.

Jóhann Óli spyr um friðlýsingar og nefnir að lítið mál sé að friðlýsa svæði sem þegar

eru á náttúruminjaskrá. Hafa ætti náttúruverndarsvæði í huga við gerð aðalskipulags.

2. Mál: Önnur mál

Rætt var um dagskrá næsta fundar.

 

Fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?