Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 04. júlí 2006 - 19:25 Stóru-Vogaskóla

4. fundur umhverfisnefndar 2006 - og fyrsti fundur nýskipaðrar nefndar, var haldinn

þriðjud. 4. júlí kl. 17 í Stóru-Vogaskóla.

Mætt voru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir, Snæbjörn

Reynisson og Guðbjörg Theódórsdóttir. Helga ritar fundargerð.

 

Dagskrá

1. Nefndarmenn kynna sig

Nefndarmenn kynntu sig og nauðsynlegar upplýsingar voru uppfærðar.

 

2. Verkaskipting nefndarinnar

Þorvaldur Örn formaður nefndarinnar stingur upp á að Helga verði varaformaður og

Snæbjörn ritari. Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

3. Erindisbréf – leitað eftir athugasemdum eða skýringum

Þorvaldur fór yfir viðbætur sem gerðar hafa verið við erindisbréf fyrri nefndar.

Nefndarmenn gerðu engar athugasemdir við efni þess að svo stöddu.

 

4. Málaskrá (vinnuskjal) kynnt og kannað áhugasvið nefndarmanna með það

fyrir augum að koma á einhvers konar verkaskiptingu við undirbúning og

úrvinnslu mála

Nefndarmenn fóru yfir athugasemdir sínar við skjalið og gerðu grein fyrir helstu

áherslumálum sínum.

 

5. Fundir í sumar

Næsti fundur verður vinnufundur þar sem sveitarfélagið verður skoðað í heild og

tillögur settar fram hverjir hljóta umhverfisviðurkenningu 2006. Fundurinn verður

haldinn mánudaginn 10. júlí.

 

6. Störf síðustu umhverfisnefndar og nefndar um umhverfisstefnu

Þorvaldur fór stuttlega yfir málið og kynnti nefndarmönnum.

Farið var yfir vinnu við umhverfisstefnu og drög að henni kynnt. Hugmyndir að

áframhaldandi vinnu við stefnuna tíundaðar.

 

7. Gúmmíkurl á sparkvelli, vegna fyrirspurnar íbúa í Vogum

Haft var samband við Umhverfisstofnun varðandi málið. Farið var yfir svar þeirra og

niðurstöður. Samkvæmt þeirra ráðum er mælt með að notað verði hrágúmmí í stað

dekkjakurls þegar endurnýja þarf, þar til betri vitneskja liggur fyrir um hugsanlegar

líkamlegar aukaverkanir.

 

8. Erindi frá bæjarstjórn vegna Leiðsögumanna Reykjaness ses

Erindið er kynnt. Félagið vinnur frumkvöðlastarf við eflingu ferðaþjónustu á

Reykjanesi sem fellur vel að hugmyndum að stefnu sveitarfélagsins Voga í atvinnu-

og ferðamálum. Nefndin leggur til að tekið verði jákvætt í erindið og félagið stutt með

einhverjum hætti enda mega íbúar sveitarfélagsins vænta góðs af starfsemi þess.

 

9. Erindi frá bæjarstjórn vegna endurútgáfu Sögufélags og Örnefnastofnunar

Íslands á Sýslu- og sóknarlýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu, frá um 1840

Erindið er kynnt. Nefndin leggur til að tekið verði jákvætt í erindið. Útgáfan fellur

vel að hugmyndum um að rita sögu sveitarfélagsins og að vekja áhuga bæjarbúa á

umhverfi sínu og sögu.

 

10. Erindi frá Snæbirni Reynissyni um vinnu Hauks Aðalsteinssonar að

sjávarútvegssögu Vatnsleysustrandarhrepps

Erindið er kynnt. Andrés Guðmundsson, Heiðargerði 24 í Vogum, setti sig nýverið í

samband við fráfarandi formann menningarnefndar og bauð fram styrk til handa Hauki

Aðalsteinssyni til að safna efni til útgerðarsögu byggðarlagsins. Aðilar sem Andrés er

í forsvari fyrir vilja styrkja hann til verksins, greiða laun svo hann geti lokið því.

Haukur hefur verið að rannsaka sjávarútvegssögu Vatnsleysustrandarhrepps. Hann

hefur safnað miklum gögnum, smíðað líkön af skipum og mælt upp húsarústir.

Umhverfisnefnd fagna þessu þarfa framtaki og leggja til að Snæbjörn verði tengiliður

nefndarinnar við Andrés og Hauk um áframhaldandi vinnu við verkið.

 

11. Erindi frá bæjarstjórn vegna vélhjólaaksturs utan vega

Erindið er kynnt. Vísað er til bókunar umhverfisnefndar frá 10. apríl sl. mál nr. 5.

Hugsanlega mætti taka þetta mál til athugunar í vinnu við nýtt aðalskipulag.

 

12. Erindi frá bæjarstjórn um tilhögun refa- og minnkaveiða og skráningu grenja

Erindið er kynnt. Upplýsingar vantar um hvernig þessum málum hefur verði háttað í

sveitarfélaginu hingað til.

Málinu er frestað.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:25

Getum við bætt efni síðunnar?