Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 10. júlí 2006 kl. 09:30 - 11:30 Iðndal 2

5. fundur umhverfisnefndar haldinn 10. júlí kl. 9:30 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir,

Helga Ragnarsdóttir, Guðbjörg Theodorsdóttir,

 

Geir Ómar Kristinsson og Sverrir Agnarsson verkstjóri umhverfisdeildar.

 

Helga Ragnarsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

 

1. Styrkumsókn til Eignarhaldsfélags Brunabótar

Styrktarsjóður EBÍ veitir árlega styrki til ákveðinna verkefna á vegum sveitarfélaga.

Farið yfir nokkrar hugmyndir af verkefnum. Ákveðið var að sækja um styrk til

gerðar upplýsingaskilta um fuglalíf í sveitarfélaginu.

 

2. Erindi frá bæjarstjórn um tilhögun refa- og minkaveiða og skráningu grenja

Erindið var kynnt frekar. Lagt er til að sveitarfélagið setji sér stefnu í þessum málum

í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

 

3. Skráning sagna og örnefna og GPS-mælingar í sumar

Lagt er til að leitað verði til Hilmars Egils Sveinbjörnssonar um að hefja skráningu

örnefna og staðsetningar í sveitarfélaginu sem allra fyrst.

 

Fundi slitið kl. 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?