Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 30. maí 2007 - 19:00 Iðndal 2

5. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 30. maí 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir, Rakel

Rut Valdimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

1. Reglur um veitingu viðurkenninga – þráðurinn tekinn upp frá því í haust.

Reglur um umhverfisviðurkenningar frá öðrum sveitarfélögum voru skoðaðar. Ákveðið

var að setja niður tillögu að reglum fyrir sveitarfélagið byggðar á bréfi umhverfisnefndar

til bæjarstjórnar, frá því í fyrra.

Auglýst verður eftir ábendingum bæjarbúa og verður vali lokið í fyrstu viku júlímánaðar.

2. Gönguferðir undanfarið – Hvað hefur komið fram?

Ýmislegt fróðlegt hefur komið fram í gönguferðunum sem vert er að skoða. Þær eru

tilvalið tækifæri bæjarbúa til að koma hugmyndum sínum og athugasemdum á framfæri.

Athugasemdum hefur meðal annars verið komið á framfæri við aðalskipulagshóp.

3. Gönguferðir framundan

Gengið um Brunnastaðahverfi 5. júní.

Ganga í Hrafnagjá þriðjudaginn 12. júní – gjáin skoðuð og gróðurfar. Mjög líklegt að

hægt verði að sjá hrafnslaup og unga.

Hvassahraunskatlar, Brugghellir og Tór skoðaðar 19. júní.

Gengið á Keili að kvöldi laugardagsins 23. júní.

Eldborg og Lambafellsgjá þriðjudaginn 26. júní.

4. Hreinsun og fegrun í bæjarfélaginu – hvernig gengur?

Vísað er í bókun nefndarinnar frá síðasta fundi og efni hennar ítrekað.

5. Húsafriðun í bæjarfélaginu Vogum

Von er á Magnúsi Skúlasyni forstöðumanni Húsafriðunar ríkisins fimmtudaginn 31. júní.

Skoðaðar verða meðal annars rústir Stóru-Voga, Ásláksstaðir, Norðurkot í Vogum og

framkvæmdir minjafélagsins við Norðurkot og Skjaldbreið á Kálfatjörn.

6. Umhverfismál í aðalskipulagi – hugmyndir frá nefndinni?

Staða málsins kynnt og málið rætt.

7. Styrkur til að skrá fornminjar

Nefndin fagnar því að sveitarfélagið hefur fengið 200.000 kr. styrk frá Þjóðhátíðarsjóði til

skráningar fornminja.

8. Önnur mál

Bæta þarf umfjöllun um umhverfismál á heimasíðunni.

Stika þarf gönguleiðir út frá þéttbýlinu og í framhaldinu setja leiðirnar inn á

www.ganga.is

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:00

Getum við bætt efni síðunnar?