8. fundur umhverfisnefndar var settur kl. 17:00 miðvikudaginn 3. október 2007 að Iðndal
2. Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir,
Rakel Rut Valdimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.
Dagskrá:
1. mál
Viðurkenningar 2007 – hvernig tókst til?
Val nefndarinnar virðist komið í góðar skorður. Afhending umhverfisviðurkenninga
tókst ágætlega en týndist ef til vill í hátíðarhöldunum í Aragerði. Hugmyndir um
breytt fyrirkomulag voru tíundaðar, m.a. að opna garða fyrir almenningi, gera
umhverfisviðurkenninguna meira hvetjandi fyrir íbúa og fá félög eins og Skógfell og
Garðyrkjufélag Íslands til samstarfs.
Eric mætir á fundinn.
2. mál
Umhverfisframkvæmdir í sumar – hreinsun og fegrun í bæjarfélaginu.
Miklar breytingar til bóta hafa orðið á opnum svæðum þar sem tyrft var í sumar. Enn
vantar nokkuð upp á að íbúar sinni lóðum sínum.
Vel tókst til með störf Veraldarvina. Vinnuskólinn hefði þó mátt blandast meira í
störf þeirra. Rakel Rut fær hrós nefndarinnar fyrir sinn þátt í að gera dvöl
Veraldarvina í Vogum ánægjulega.
3. mál
Fræðsluskiltin – staða málsins.
Þorvaldur fór yfir stöðu mála. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.
4. mál
Skráning fornleifa í sveitarfélaginu
Þorvaldur fór stuttlega yfir stöðuna. Málið er í farvegi og verður rætt nánar síðar.
5. mál
Aðalskipulag Voga 2007 – 2027
Farið var yfir nokkur atriði, m.a. vatns- og hverfisvernd, tengingu milli íþróttasvæða
og svæðið við Kálfatjörn. Hugmynd kom einnig upp að sett verði lítið athafnasvæði
ofan við gatnamótin við Voga. Þar væri m.a. hægt að setja upp aðstöðu fyrir farþega
áætlunarbíla og jafnvel bensínstöð.
Umræðu er frestað til næsta fundar.
6. mál
Háspennulínur í landi Voga
Málið var rætt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Helga yfirgefur fundinn
7. mál
Borist hefur bréf frá einum íbúa í Vogum um að fegra aðkomuna í bæinn
með gróðursetningu trjáa.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og mun leita eftir áliti Skógfells áður en málið
verður afgreitt.
Umhverfisþing verður haldið í Reykjavík 12. og 13. okt. Formaður nefndarinnar mun
mæta og hugsanlega fleiri úr nefndinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00