10. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 2007 að Iðndal 2.
Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir,
Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir og Helga Ragnarsdóttir
sem jafnframt ritar fundargerð.
Fundinn sat einnig Magnús Guðjónsson framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits
Suðurnesja og Sverrir Agnarsson umhverfisverkstjóri sveitarfélagsins.
Dagskrá
1. Umgengni í sveitarfélaginu
Magnús fór yfir hlutverk heilbrigðiseftirlitsins og tengingu þess við sveitarfélögin á
Suðurnesjum. Eftirlitið hefur ákveðinn tímafjölda sem unnið er eftir í hverju
sveitarfélagi. Allt of miklum tíma hefur verið eytt í léttvægari mál en minni í mat á
heilsu manna almennt. Virkja þarf umhverfisnefndir betur í þessum málum þannig að
vinnan verði markvissari og nefndirnar sjái frekar um mál eins og snúa að nánasta
umhverfi, rusl og drasl einstaklinga. Heilbrigðiseftirlitið myndi þá taka við þeim
málum sem umhverfisnefndum tekst ekki að vinna úr. Magnús nefndi sem dæmi að
vinnu við álímingar á bíla yrði komið til starfsmanna sveitarfélaganna sem sæju um
þennan málaflokk í umboði Heilbrigðiseftirlitsins. Leiðbeiningar yrðu settar upp fyrir
starfsmenn og aðgerðir samræmdar til dæmis í bréfaskriftum.
Einstök fyrirtæki taka of mikinn tíma af þeim litla tíma sem Heilbrigðiseftirlitið hefur
í sveitarfélaginu.
Verktakafyrirtæki sem hafa umhverfisstefnu og fara eftir henni ættu að ganga fyrir í
verkum á vegum sveitarfélaganna. Vopn sem sveitarfélögin geta beitt við verktaka
sem ekki standa sig í umgengni og umhirðu tækja.
Byggingarfulltrúi þarf að áminna slóða og fara svo í harðari aðgerðir.
Reglur um katta og hundahald eru til hjá Heilbrigðiseftirlitinu og gilda fyrir öll
sveitarfélögin á Suðurnesjum. Rétt væri að tengja þær við heimasíðu sveitarfélagsins.
Skilgreina þarf þegar gefið er út byggingarleyfi til fyrirtækja að lóð verði girt ef hana
á að nota sem geymslusvæði.
Magnús víkur af fundi kl. 17:15
Sverrir gerði grein fyrir ástandinu í umhverfismálum. Myndir af rusli voru skoðaðar
og ástandið rætt. Eftirfylgni mála er enn í óefni og nauðsynlegt að bæta sem fyrst.
Sverrir víkur af fundi kl. 17:45
2. Umsögn um aðalskipulag
Örfáar athugasemdir voru gerðar við fylgiskjal með umsögn um aðalskipulag frá
síðasta fundi og er Þorvaldi falið að leiðrétta þau atriði.
3. Fréttir af nýliðnu umhverfisþingi
Þorvaldur fór yfir helstu málefni þingsins og kynnti nefndarmönnum.
4. Önnur mál