Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 30. mars 2008 kl. 16:00 - 19:00 Iðndal 2

4. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 30. mars 2008 kl. 16

að Iðndal 2.

Mætt voru: Guðbjörg Theodórsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir og

Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Dagskrá:

1. mál

Fornleifaskráning - framhald

Lagt er til að Kálfatjörn verði tekin fyrir næst ásamt því að lokið verði við skráningu Vogajarða,

einkum með sjónum út undir Stapa. Gerð verða fræðsluskilti hjá golfklúbbnum á Kálfatjörn í

sumar og færi vel að þetta tvennt væri unnið samhliða. Fornminjar í og við Vogavík eru í bráðri

hættu vegan sjógangs.

Rakel Rut mætir til fundar kl. 16:25

2. mál

Fræðsluskiltin

Farið var yfir leiðréttingar sem gerðar hafa verið á texta. Rætt var nánar um staðsetningu og

ákveðið að tjarnarskiltið verði norð – austan við tjörnina og nýr staður fyrir fjöruskiltið verði við

gatnamót “Ástarbrautar” og göngustígs sem liggur vestan Tjarnarsals.

3. mál

Sjóvarnaráætlun 2009 til 2012

Fram hafa komið hugmyndir um sjóvarnir neðan Eyrarkotsbakka, Grænuborgarhverfis og Stóra –

Knarrarness. Til viðbótar vill umhverfisnefnd nefna bakka neðan Landakots, Litlabæjar og

Narfakots á Vatnsleysuströnd. Meta þarf þessa kosti vandlega.

4. mál

Hreinsunarátak og hvatningarbréf

Nefndin fagnar því að loks sé unnið skipulega að því að fá fólk til að snyrta í kringum sig.

5. mál

Hreinsunarvika og umhverfisdagur

Ýmsar hugmyndir voru ræddar sem komið verður áleiðis til frekari umsagnar. Ákveðið að koma

af stað hugmyndabanka sem staðsettur væri í N1, Álfagerði, Aðalsjoppunni og Stóru-Vogaskóla.

Lagt er til að kassar fyrir hugmyndirnar verði útbúnir af nemendum í skólanum í samvinnu við

myndmenntakennara.

6. mál

Gönguferðir

Málið rætt.

7. og 8. mál

Umhverfisverkefni sumarsins - vinnuskólinn – umhirðuáætlun

Nefndin leggur til að fulltrúar úr nefndinni hitti verkstjóra umhverfisdeildar og umhverfisstjóra til

að ræða um brýn verkefni sumarsins og endurskoða umhirðuáætlun.

 

Lagt er til að Veraldarvinir verði fengnir til vinnu í sveitarfélaginu í byrjun ágúst. Einnig er lagt til

að Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd verði fengin til þess að laga göngustíg að Keili og

hugsanlega að græða upp sár vegan utanvegaaksturs á Trölladyngjusvæðinu.

9. mál

Grjóthleðslunámskeið

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum mun halda námskeið í haust í grjóthleðslu. Námskeiðið

verður haldið í Vogum og ganga íbúar þar fyrir. Markmiðið er að viðhalda gömlum hlöðnum

mannvirkjum og læra vinnubrögðin.

Önnur mál

Rætt vítt og breitt um raflínumál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

Getum við bætt efni síðunnar?