7. fundur umhverfisnefndar var haldinn fimmtudaginn 2. október 2008 kl. 17:00
að Iðndal 2.
Mætt voru: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir, Guðbjörg Theodórsdóttir,
Eric dos Santos og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu. Oktavía J.
Ragnarsdóttir frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar sat fyrri hluta fundarins.
Dagskrá:
1. mál
Staðan í minjamálum.
Oktavía gerir grein fyrir verkefnum minjafélagsins:
Norðurkoti, gamla skólahúsinu sem flutt var á Kálfatjörn hefur verið lokað og vinnu við það
lokið utanhúss. Smiður bíður þess að geta hafið vinnu við innviði þess.
Skjaldbreið, hlaða sem stendur á hlaðinu á Kálfatjörn var byggð 1850. Hún er annað stórt
verkefni félagsins em unnið er við. Von er á hleðslumönnum sem tekið hafa að sér að ljúka
verkefninu á næstu mánuðum.
Minjafélagið stendur að fjölsóttu hleðslunámskeiði með Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Félagið fékk styrk frá atvinnumálaráði Suðurnesja til vinnslu á fræðsluskiltum í
sveitarfélaginu. Stefnt er að því að gera lítil skilti sem staðsett verða innan bæjarmarkanna,
t.d. við Tjarnarkot.
Norðurkot í Vogum er spennandi verkefni sem félagið hefur áhuga á að taka fyrir í
framtíðinni í samvinnu við sveitarfélagið sem er eigandi þess.
Hugur er hjá stjórn að ráða framkvæmdastjóra félagsins. Þetta yrði tímabundið
tilraunaverkefni sem félagið hefur áhuga á að vinna, hugsanlega með sveitarfélaginu.
Nefndin fagnar öflugu starfi minjafélagsins og hvetur félagsmenn til dáða.
2. mál
Staðan í fornleifaskráningu.
Gagnaöflun er lokið á Vogajörðum, Kálfatjörn og Flekkuvík. Fornleifastofnun á eftir að
vinna úr upplýsingunum og er von á skýrslu frá þeim í vetur. Nefndin heldur áfram að
fylgjast af áhuga með fornleifaskráningunni.
Oktavía víkur af fundi.
3. mál
Verkefni á fjárhagsáætlun fyrir 2009.
Formaður leggur fyrir til kynningar, drög að áætlun um umhverfisverkefni.
4. mál
Umhirða gróðurs og opinna svæða.
Eitthvað róttækt þarf að gera í gróðurmálum í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að
skipulagning, plöntuval og leiðbeiningar til vinnuskólans væru unnar af fólki með þekkingu á
þessum málum.
Jafnframt er lagt til að nú þegar verði settur af stað vinnuhópur sem skipuleggur gróður í
beðum og grænum svæðum sveitarfélagsins með það að markmiði að gróður verði fallegur,
lífvænlegur og auðveldur í umhirðu. Vinnuhópurinn myndi fylgjast með framvindu
verkefnisins í eitt ár.
5. mál
Tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda.
Samband íslenskra sveitarfélaga mótar tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda.
Tillögurnar eru lagðar fyrir nefndina til umsagnar.
Að mati nefndarinnar ættu umhverfismál að vera inni í námsefni og leiðbeiningum sem
innflytjendur fá um samfélagið. Innflytjendur þurfa leiðbeiningar um umhverfið sitt eins og
aðrir íbúar.
Hugsanlega væri hægt að nýta verkefni Staðardagskrár 21 til að gera þá virkari þátttakendur í
samfélaginu.
6. mál
Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
Sáttmálinn er lagður fram til kynningar.
Önnur mál
Nefndin álítur að umhverfisfræðsla eigi að skipa ríkan sess í nýrri menntastefnu sem unnið er
að fyrir sveitarfélagið.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 19:30