Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 26. mars 2008 kl. 17:00 - 20:40 Iðndal 2

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd miðvikudaginn 26. mars 2008 kl. 17 í Iðndal 2.

Mætt voru: Guðbjörg Theodórsdóttir, Eric dos Santos, Margrét Ingimarsdóttir, Svanborg

Svansdóttir og Þorvaldur Örn Árnason sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu. Gestir voru

Aron Jóhannsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Róbert Ragnarsson.

Þetta er þriðji fundurinn árið 2008.

Dagskrá:

1. Sorphirða, flokkun, endurvinnsla og eyðing. Hvað er framundan? Hvað er hægt að

gera til að draga úr brennslu og urðun óflokkaðs úrgangs? Aron Jóhannsson,

framkvæmdastjóri Kölku og Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga í

stjórn Kölku, komu á fundinn.

Rætt var um eignarhald á Kölku og hugsanlega hlutafélagavæðingu, Reykjanesbær vill

breyta henni í hlutafélag en hin sveitarfélögin eru tregari. Við þurfum að bæta

fjárhagsstöðuna. Það kom of lítið fjármagn í upphafi, 50.000 frá sveitarfélögunum í

heildina af tæpl 900 milljóna stofnkostnaði.

Spurt var um hugsanlega kurlun trjágreina. Kalka hefur safnað trjágreinum úti á Bergi

og kurlað þar, leigt kurlara. Engin ásókn í kurlið þar, en það er blautt, geymt úti.

Kornflexkassa á að setja með fernum. Lítil söfnun á ferlum af Suðurnesjum, fara bara

nokkur tonn inneftir á ári. Allt sem er flokkað fer inneftir, en því sem er skilað

óflokkuðu eru brent. Ruslpóstur er t.d. 175 kg. á heimili á ári. Starfshópur er að

störfum um að úrvinnslusjóður taki skilagjald af pappír.

Þjálfun starfsmanna: Farið í gegnum ferlið þegar menn eru ráðnir. Það er lítil

starfsmannavelta.

Við í Vogum gætum fengið aukaopnun gámaplansins í hreinsunarviku ef beðið er um

það með fyrirvara.

Framtíðin: Sorpeyðingarstöðvar á SV horni hafa með sér samstarf um að taka saman

upplýsingar um magn ýmissa úrgangsflokka sem komu út í skýrslu fyrir ári.

Samningur við Ísl. Gámafélagið um sorphirðu á Suðurnesjum rennur út 2009.

Æskilegt væri að öll sorpsamlögin samræmi flokkunaraðferðir. Gæti verið komin

lífræn tunna hér upp úr 2011, værum þá komin með jarðgerðarlausn.

Hugmyndir eru um að byggja stóra brennslustöð á SV-landi og stóra jarðgerðarstöð.

Inga og Aron hafa bæði kynnt sér sorpmál erlendis.

Inga og Aron yfirgefa fundinn.

Svanborg mætir á fundinn kl. 18.20

2. Athugun á hagkvæmni lestarsamgangna. Erindi frá Bæjarráði, en sveitarfélagið er beðið um

umsögn um þingsályktunartillögu.

Umhverfisnefnd kýs að tjá sig um tillögur um lestarsamgöngur milli

Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Nefndin fagnar því að kannað verði til þrautar

hvort hagkvæmt verði að koma á lestarsamgöngum milli höfuðborgarinnar og

millilandaflugvallarins í framtíðinni ef það mætti verða til að stytta ferðatíma, draga úr

mengun og spara orku.

Lestarsamgöngurnar myndu nýtast íbúum okkar sveitarfélags ef stoppistöð verður á

móts við þéttbýlið í Vogum. Íbúum fjölgar hér ört og verður æ meiri þörf á bættum

almenningssamgöngum við höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbæ og Keflavíkurflugvöll.

Reykjanesbraut liggur eftir endilöngu landi sveitarfélagsins og aðeins í u.þ.b. 1 km

fjarlægð frá þéttbýlinu í Vogum. Umferð um Reykjanesbraut hefur aukist mjög með

tilheyrandi mengun. Væntanlega myndi heldur draga úr mengun ef hluti flutninganna

færu fram með rafdrifnum lestum.

 

Umhverfisnefnd telur eðlilegt að lestarsporið liggi samhliða Reykjanesbraut, og eins

nálægt henni og hægt er öryggisins vegna, til að nýta landið sem best og spilla sem

minnst útsýni af brautinni.

Þess verði gætt að ekki stafi hætta af lestarsamgöngunum fyrir umferð á akvegum,

reiðleiðum, göngu- og hjólreiðaleiðum.

3. Umsögn nefndarinnar um áfangaskýrslu aðalskráningar fornminja í Vogum, en hún

hefur áður verið lögð fram í nefndinni.

Fornleifastofnun Íslands skráði fornleifarnar og gerði skýrsluna fyrir Sveitarfélagið

Voga og vann Sólveig Guðmundsdóttir Beck verkið. Hún fór hér um Vogana sl. haust

(u.þ.b. 2 km 2 svæði). Hún byggði vinnuna á margvíslegum heimildum, m.a. þeim sem

Fornleifastofnun (Sædís Gunnarsdóttir) hafði áður safnað saman fyrir sveitarfélagið og

gefið út 2006 og ræddi auk þess við nokkra heimildarmenn, einkum Guðrúnu Lovísu

Magnúsdóttur, Ásu Árnadóttur, Magnús Ágústsson og Helga Davíðsson.

Umhverfisnefnd fagnar því að þessi fyrsta áfangaskýrsla um fornminjar í

sveitarfélaginu sé komin. Gott er að fá allar þessar upplýsingar og ekki síður

grunnteikningar og ljósmyndir af mörgum rústanna, GPS staðsetningu þeirra og að fá

þær settar inn á kort (loftmynd).

Þorvaldur bað nokkra sveitunga í Vogum að líta gagnrýnum augum á skýrsluna,

einkum á þau svæði sem þeir þekkja best, auk þess að fara sjálfur í gegnum hana.

Þannig hafa þegar fengist margar athugasemdir og leiðréttingar sem verða þær sendar

Bæjarstjóra sem kemur þeim til útgefanda. Ef fleiri athugasemdir koma fram ber að

koma þeim til umhverfisnefndar eða beint til Fornleifastofnunar, þó síðar verði.

Nokkrar af villunum virðast vera ættaðar úr örnefnaskrám (t.d. um Hofhól,

Þvottakonunef, staðsetningu Eyrarkots og nafnið Fúlabryggja).

Í skýrslunni eru skráðar 155 af þeim u.þ.b. 1500 fornleifum sem búast má við að sé að

finna í sveitarféaginu. Þó verið sé að skrá Vogajarðir í þessum áfanga er því verki ekki

lokið, m.a. er eyðibyggðin undir Vogastapa eftir. Áður hafa verið vettvangsskráðar

fornleifar í Grænuborgarhverfi og sumarbústaðahverfi í Hvassahrauni, samtals 116

forneleifar.

Verkið er rétt að byrja og næstu áfangar þurfa að vera stærri en þessi. Í samningi

sveitafélagsins og Fornleifastofnunar er gert ráð fyrir að skrá 200 fornleifar á ári og

hægt að flýta áföngum ef fjárhagsáætlun sveitarfélagsins leyfir. Mikilvægt er að hraða

skáningu minja sem sjórinn er að eyðileggja og að nýta sér ómetanlega aðstoð aldraðra

heimildarmanna með an þeir hafa heilsu til. Aðstoð þeirra er sérstaklega mikilvæg við

að staðsetja skráðar fornminjar og örnefni.

Gamlar ljósmyndir gætu auðveldað þessa vinnu. Til eru myndir frá Þjóðminjasafninu,

ættaðar frá Agli í Minni-Vogum og eflaust á fólk í fórum sínum mikið af ljósmyndum

sem fengur væri í og þarft væri að safna og skanna í tölvu.

Upplýsingar þessar verða ómetanlegar um alla framtíð og nýtast t.d. í sagnfræði,

fræðslustarfi og ferðaþjónustu og við gerð skipulagsáætlana.

Róbert mætir á fundinn.

4. Fræðsluskiltin. Beðið er eftir 2. próförk og tillögum Merkingar að burðarvirki. Málið

verður lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og kynnt húseigendum í grennd þeirra

staða sem fyrirhugað er að setja þau upp.

4. Vorverk framundan.

Nefndin fór yfir drög að hvatningarbréfi sem bæjarstjóri myndi senda einstaklingum

og eigendum fyrirtækja og húsa sem ekki hreinsa til á lóðum sínum, ásamt ljósmynd

af því sem um er að ræða. Nefndin leggur til að gerðar verði lítilsháttar breytingar á

texta bréfsins.

 

Prófað verði að gefa fólki kost á að taka vissa staði í fóstur til að hreinsa og

hugsanlega gróðursetja, í samráði við verkstjóra umhverfisdeildar.

5. Önnur mál. Rætt var um skemmdarverk á eignum almenninnings. Fólk er hvatt til að

tilkynna til lögreglu ef það verður vitni að slíku. Einnig að við hvetjum hvert annað að

ganga vel um eignir og umhverfið í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40.

Getum við bætt efni síðunnar?