Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 17. febrúar 2008 kl. 17:00 - 19:30 Iðndal 2

2. fundur umhverfisnefndar árið 2008 haldinn kl.17 miðvikud. 27. febrúar að Iðndal 2.

Mætt voru: Þorvaldur Örn Árnason, Guðbjörg Theodórsdóttir, Eric dos Santos, Margrét

Ingimarsdóttir og Rakel Rut Valdimarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Dagskrá

1. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. febrúar 2008, sem bæjarráð vísaði til skipulags- og

bygginganefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

Erindið var lesið yfir og kynnt nefndarmönnum. Þar er óskað eftir samráði og samstarfi

við sveitarstjórnir við gerð héraðsáætlunar um landgræðslu og er boðað að sveitarstjórn

muni fá bréflega beiðni þess eðlis nú á vordögum frá héraðsfulltrúa Landgræðslunnar.

Umhverfisnefd lýsir sig reiðubúna að taka þátt í gerð slíkrar landgræðsluáætlunar.

Nefndin hefur áður ályktað um þörf á slíkri áætlun.

2. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. janúar 2008 um deiliskipulag Motopark sem bæjarráð

vísaði til skipulags- og bygginganefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

Í bréfinu gerir skipulagsstofnun athugasemdir við drög að deiliskipulagi Motoparks 1.

áfanga ásamt umhverfisskýrslu. Einnig gerir stofnunin athugasemdir við málsmeðferð,

m.a. skort á kynningu fyrir aðilum eins og sveitarfélagsinu Vogum, en svæðið liggur að

sveitarfélagamörkum við Grindavíkurvegamót. Af bréfinu má ráða að hér er um miklar

framkvæmdir að ræða á 55 ha. svæði með tveimur aksturssvæðum en meirihluti

svæðisins fer undir verslunar- og þjónustuhúsnæði þar sem hæstu húsin eru 10 hæðir eða

allt að 36 m há. Umhverfisnefnd tekur undir þær athugasemdir skipulagsstofnunar að

gera þurfi grein fyrir áhrifum á jarðveg og grunnvatn og að meta þurfi sjónræn áhrif af

byggðinni svo nálægt Reykjanesbraut og framtíðarútivistarsvæði okkar við Háabjalla.

Nefndin vill svo fá að sjá skipulagið og skýrsluna eftir endurbætur og taka þá endanlega

afstöðu.

Bæjarstjórn Voga gerði á sínum tíma athugasemd við tillögu að breytingu aðalskipulags

vegna Motoparks vegna hættu á að grunnvatn á vatnsverndarsvæði í Sveitarfélaginu

Vogum gæti mengast.

3. Fyrsta áfangaskýrsla vettvangsskráningar fornminja

Þorvaldur hefur sent drögin til nokkurra aðila og fengið nokkrar skriflegar athugasemdir

frá Sesselju Guðmundsdóttur og á von á fleiri athugasemdum. Afgreiðslu því frestað.

4. Fræðsluskiltin – próförk og framhald. Farið var yfir fyrstu próförk af skiltunum.

5. Frásögn af fundi um menningar- og minjamál í Tjarnarsal sl. fimmtudagskvöld og af

verkefnum sem þar voru rædd og hugsanlega verður sótt um styrk til Menningarráðs

Suðurnesja.

Margar mjög áhugaverðar hugmyndir komu fram á fundinum sem vert væri að hlytu

brautargengi.

Nefndin lýsir yfir sérstökum áhuga á því að rannsókn Hauks Aðalsteinssonar á

árabátaútgerð hér um slóðir í kringum 1800 hljóti góðan stuðning.

6. Frásögn af landsráðstefnu Staðardagskrár 21 í Hveragerði sem Þorvaldur sótti.

7. Önnur mál – frestað.

Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?