Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 16. apríl 2019 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson Forstöðumaður
Dagskrá

1.Umhverfisnefnd 2019 - starfsáætlun og fundartímar

1904019

Til umræðu eru fundardagar og fundartímar nefndarinnar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Nefndin mun funda 3. miðvikudag í mánuði

2.Umhirðuráætlun Sveitarfélagsins Voga

1904015

Umræður um stöðu og stefnu sveitarfélgsins í málaflokknum, þörf á að auppfæra áætlunina sem gerð var árið 2007.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Nefndin óskar eftir að umhverfisdeild yfirfari og uppfæri Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins.
Nefndin mælist jafnframt til að skoðaðir verði kostir og gallar við frágang gangstétta, það er hvort henti betur að malbika eða helluleggja.

3.Ágengar tegundir - aðgerðaáætlun sveitarfélagsins

1904016

Umhverfisstofnun hvetur sveitarfélög til þess að sporna við útbreiðslu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Nefndin leggur til að kannaðir verði möguleikar með að skoða útbreiðslu ágengra planta með það í huga að sporna við frekari útbreiðslu.

4.Vinnuskólinn 2019

1904017

Unnið samkvæmt umhirðuáætlun.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Málefni vinnuskólans rædd

5.Hreinsunarátak 2019

1904018

Hvatning til bæjarbúa þar sem sveitarfélagið sýnir gott fordæmi.
Árleg vorhreinsun í sveitarfélaginu, hvar eru áherslurnar og ábendingar um svæði?
Norræni strandhreinsunardagurinn 4. maí 2019, samstarfsverkefni félagasamtaka á Norðurlöndum. Umræða um aðkomu sveitarfélagsins.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Umhverfisvikan verður seinnipart í maí.
Janframt rætt um að auglýsa strandhreinsunardaginn sem verður 4.maí og stóra plokkdaginn sem verður 28. apríl.
Íbúar Sveitarfélagsins hvattir til að taka þátt

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?