25. fundur
09. apríl 2025 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Kristín Ragnarsdóttirformaður
Ragnar Karl Kay Frandsenvaraformaður
Þórunn Brynja Júlíusdóttiraðalmaður
Inga Sigrún Baldursdóttiraðalmaður
Karen Irena Mejnaaðalmaður
Starfsmenn
Davíð ViðarssonSviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði:Davíð ViðarssonSviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.Umhirðuáætlun 2025
2502021
Aðilar frá Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja koma með erindi þar sem farið verður yfir úrræði og lausnir á hinum ýmsu málum er varða samstarf HES og sveitarfélagsins.
Málinu er frestað þar sem aðilar HES afboðuðu sig samdægurs.
2.Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES
2503023
Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd.
Lagt er til að auglýsa samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í samstarfi við HES.
3.Stóri plokkdagurinn 2025
2503053
Stóri plokkdagurinn 27. apríl 2025, áherslusvæði og skipulagning.
Fólk og fyrirtæki eru hvött til að taka til í nærumhverfi sínu eða þar sem þörf er á. Lagt er til að viðburðurinn verði vel auglýstur.
4.Vinnuskóli 2025
2412008
Farið yfir áherslur sumarsins í Vinnuskólanum.
Tvö tímabil verða í boði fyrir 8. og 9. bekk til að mæta óskum þess efnis og jafnframt til þess að létta á starfsfólki vinnuskólans. Starf verkstjóra vinnuskóla hefur verið auglýst og er því starfi ætlað að ná betur utan um vinnuskólann vegna mikillar fjölgunar.
5.Umferðaröryggisáætlun 2023-2026
2201012
Umhverfis- og skipulagssvið kynnir áherslur umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2025.
Umhverfisnefnd leggur til að farið verði að óskum íbúa við gerð umferðaröryggisáætlunarinnar, þar komu fram fjölmargar ábendingar varðandi hraðakstur sem og vöntunum á innviðum fyrir gangandi,þ.m.t. gangbrautir. Lagt er til að áherslan í ár verði á gönguleiðir yfir Hafnagötu og bætt verði lýsing yfir hraðahindrun á gatnamótum Vogagerðis og Tjarnargötu.
6.Refa- og minkaveiðar 2025
2504001
Bréf frá Félagi atvinnuveiðimana í refa- og minkaveiði kynnt fyrir nefndinni.
Umhverfisnefnd telur mikilvægt að minkaveiðum sé vel sinnt. Samkvæmt umhverfis- og skipulagssviði hefur sviðið stuðst við hámarksviðmiðunartaxta Umhverfisstofnunar. Hér er því um töluverða hækkun á gjöldum að ræða og lagt til að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.