Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 30. janúar 2025 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Karen Irena Mejna aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Uppbygging og þróun ferðamannastaða í sveitarfélaginu

2209016

Yfirferð á stöðu verkefnisins og umsókna um uppbyggingu og þróun ferðamannastaða í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og skipulagssvið lagði inn umsóknir fyrir uppbyggingu og þróun ferðamannastaða hjá Framkvæmdasjóði ferðamanna vegna útsýnispalls við höfnina og betra aðgengi við Staðarborg inn á Vatnsleysuströnd, ekki hefur enn borist svar vegna þeirra.

2.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga

2104040

Farið yfir umhirðuáætlun fyrir 2025.
Nefndin fór yfir áherslur sínar fyrir umhirðuáætlun 2025 og hver helstu verkefni næsta árs verða. Ætlunin er að fá aðila frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja á næsta fund nefndarinnar og fara þar yfir úrræði og lausnir á hinum ýmsu málum er varða samstarf HES og sveitarfélagsins.

3.Grenndarstöðvar á þjónustusvæði Kölku

2011041

Nýting grenndargáma, breyting á útliti grenndargáma, fjölgun grenndargáma. Umgengni og flokkun á gámasvæði Kölku.
Nefndin fagnar því að grenndarstöðvarnar í sveitarfélaginu séu vel nýttar og var farið yfir staðsetningar á nýjum grendarstöðvagámum í samræmi við ábendingar er komu frá Kölku. Eins var farið yfir nýtt útlit grenndarstöðva.

4.Meindýravarnir

2501029

Yfirferð yfir meindýravarnir í sveitarfélaginu.
Farið yfir fjölda minnka og refa síðustu ára sem og aðrar meindýravarnir.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?