Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 22. maí 2024 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Þórunn Brynja Júlíusdóttir aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Karen Irena Mejna aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Geopark Reykjanes - kynning á jarðvangnum

2405007

Reykjanes Geopark - kynning á jarðvangnum
Nefndin þakkar Daníel Einarssyni frá Reykjanes Geopark kærlega fyrir komuna og fróðlega og góða kynningu. Rekstur jarðvangsins var kynntur og farið yfir möguleika og framtíðar uppbyggingu á svæðinu.

2.Áherslur umhverfisnefndar fyrir árið 2024

2402032

Farið yfir áherslunar nefndarinnar vegna hreinunardagar og annara umhirðu mála fyrir sumarið.
Nefndin fór yfir áherslur vegna hreinsunardaga sveitarfélagsins sem og áherslur í umhirðu fyrir sumarið. Eins var rætt um umhverfisvaktina og framhald verkefnisins. Nefndin leggur til að vinnuskólinn taki eina viku um miðjan júní í slátt á lúpínu. Nefndin lýsir ánægju sinni yfir því hversu vel umhirða fer af stað í vor.

3.Vinnuskóli 2024

2402031

Farið yfir dagskrá vinnuskólans.
Farið var yfir dagskrá og verkefni vinnuskólans fyrir sumarið sem og önnur áhersluverkefni sem til falla vegna Landsmóts 50 sem haldið verður í sveitarfélaginu í byrjun júní.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?