Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 26. febrúar 2024 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Þórunn Brynja Júlíusdóttir aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Karen Irena Mejna aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi

2401052

Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg vegna úrsagnar úr Reykjanesfólkvangi. Einnig lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 22.01.2024 auk bókun bæjarráðs um málið frá fundi dags. 7.2.2024.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram komu í afgreiðslu bæjarráðs á fundi ráðsins þann 7. febrúar 2024, að sveitarfélagið segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi. Í framhaldi af þessari umræðu óskar nefndin eftir kynningu frá Reykjanes Geopark á næsta fundi umhverfisnefndar.

2.Vegagerðin, snjómokstur og forgangsröðun

2212023

Umhverfis- og skipulagssvið hefur síðustu misseri verið í samskiptum við Vegagerðina og falast eftir bættri vetrarþjónustu á Vatnsleysustrandarvegi.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin hvetur umhverfis- og skipulagssvið að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Nefndin telur að gera þurfi betur við að sinna vetrarþjónustu á Reykjanesbraut og Vatnsleysustrandarvegi.

3.Vinnuskóli 2024

2402031

Drög að skipulagi Vinnuskólans 2024 kynnt fyrir nefndinni.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Drög að skipulagi vinnuskólans kynnt og nefndin tekur vel í þau.

4.Áherslur umhverfisnefndar fyrir árið 2024

2402032

Tekið fyrir skipulag á plokkdeginum 28. apríl og hreinsunardögum 17. maí - 2. júní 2024 ásamt frekari áherslum nefndarinnar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í tillögur umhverfis- og skipulagssviðs varðandi hreinsun, umhirðu og fegrun bæjarins. Nefndin leggur til skipulag áherslusvæða fyrir plokkdaginn, þau svæði eru aðkoman inn í bæinn og landsmótssvæðið. Maí mánuður verður helgaður fegrun umhverfisins fyrir landsmót. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði vel með ruslatunnum og þær tæmdar reglulega og þá að minnsta kosti vikulega. Eins óskar nefndin eftir því að byggingaverktakar verði áminntir á að passa upp á rusl frá sínum vinnusvæðum og hreinsi í kringum sig. Nefndin óskar eftir að Kölku verði sent erindi um umgengni á gámasvæði og að merkingar séu réttar á ruslagámum. Nefndin leggur til að haldið verði áfram í átaki gegn óleyfisgámum og byggingum innan marka sveitarfélagsins.

5.Samtaka um hringrásarhagkerfi

2303046

Lagt fyrir nefndina fjölgun grenndarstöðva og framtíðar staðsetningar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Rætt um stöðuna í sorpmálum og mögulega staðsetning fleiri grenndarstöðva. Lagt til að núverandi grenndarstöð verði færð að áhaldahúsi og upplýsingar um nýtingu verði skoðaðar. Nefndin leggur til að næsta grenndarstöð verði staðsett á Grænuborgarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?