20. fundur
27. nóvember 2023 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Kristín Ragnarsdóttirformaður
Ragnar Karl Kay Frandsenvaraformaður
Þórunn Brynja Júlíusdóttiraðalmaður
Inga Sigrún Baldursdóttiraðalmaður
Karen Irena Mejna1. varamaður
Starfsmenn
Davíð ViðarssonSviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Hanna Lísa HafsteinsdóttirVerkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði:Hanna Lísa HafsteinsdóttirVerkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá
1.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga
2104040
Farið yfir umhirðumál í sveitarfélaginu. Lilja Hermannsdóttir garðyrkjufræðingur og starfsmaður þjónustumiðstöðvar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin þakkar Lilju fyrir komuna á fundinn og felur henni að setja saman umhirðuáæltun í samráði við umhverfis- og skipulagssvið fyrir 2024. Nefndin tók einnig fyrir almenna umhirðu í sveitarfélaginu og markmiðið er að leggja aukna áherslu á umhirðu og fá íbúa og fyrirtæki með okkur í lið.
2.Viðhald og framkvæmdir 2024
2310016
Umhverfis- og skipulagssvið kynnir drög að viðhalds- og framkvæmdarskjali 2024 til kynningar fyrir nefndina.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Drög að viðhalds- og framkvæmdaskjali umhverfis- og skipulagssviðs kynnt fyrir nefndinni.
3.Samtaka um hringrásarhagkerfi
2303046
Borgað þegar hent er, staða verkefnisins hjá sveitarfélaginu kynnt.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Verkefnið er hafið og hefur gengið mjög vel. Unnið er að því að gera gjaldskrá í samræmi við nýja sorpflokkun.
4.Vogatjörn verndun lífríkis
2010021
Umfjöllun um verndun lífríkis í Vogatjörn.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að flugeldasýningu fjölskyldudaga verði fundinn annar staður með tilliti til verndunar lífríkis Vogatjarnar sem er á náttúruminjaskrá.
5.Dýrahald í sveitarfélaginu
2311020
Lausaganga búfénaðar og gæludýra. Einnig tekin staðan á meindýraeyðingu hjá sveitarfélaginu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að unnið verði að nýrri samþykkt um búfjárhald í Vogum. Gera þarf átak í útrýmingu á mink í sveitarfélaginu.