Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 03. apríl 2023 kl. 17:30 - 20:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Ellen Lind Ísaksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Skógrækt í landi Voga

2303047

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnisfulltrúi hjá Reykjanesbæ ræðir við nefndina um sameiginlega skógrækt í landi Voga annars vegar og Reykjanesbæjar hins vegar á landamerkjum sveitarfélaganna við Vogastapa. Skógrækt sem gæti hentað sem leið til kolefnisbindingar fyrir sveitarfélögin og fyrirtæki á svæðinu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin þakkar Önnu Kareni fyrir komuna og samtalið á fundinum. Nefndin mun skoða mögulega staði til skógræktar í samvinnu við landeigendur á svæðinu.

2.Samtaka um hringrásarhagkerfi

2303046

Á árinu 2023 verður innleitt nýtt flokkunarkerfi á Suðurnesjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Anna Karen frá Reykjanesbæ ræðir við nefndina um samvinnu í málinu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Rætt um stöðuna í sorphirðumálum og fyrirhugaðar breytingar í sorphirðu og útfærslur í verkefninu "Borgað þegar hent er" .

3.Kvörtun vegna starfsemi svínabúsins að Minni Vatnsleysu

2301011

Lagt er fyrir bréf frá íbúum Stóru-Vatnsleysu og nágrönnum svínabúsins. Skipulagsnefnd tók málið til umfjöllunar á fundin sínum þann 13.01.23 og vísaði því áfram til umhverfisnefndar. Nágrannar svínabúsins gera athugasemdir við mengun sem starfsemi svínabúsins hefur í för með sér.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Samkvæmt Umhverfisstofnun gilda fjarlægðarmörk ekki þar sem það á aðeins við um ný bú. Hinsvegar munu verða gerðar auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar í endurútgefnu leyfi skv. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Nefndin hefur áhyggjur af lyktarmengun frá búinu og óskar eftir því við HES að fá ný starfsskilyrði til umsagnar þegar þau verða auglýst.

4.Vinnuskóli 2023

2303029

Kynnt fyrir nefndinni handbók vinnuskólans 2023 og farið yfir áherslur vinnuskólans fyrir sumarið.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Farið yfir áherslur vinnuskólans fyrir sumarið 2023. Helstu breytingar frá fyrra ári eru þær að auka fræðslu um vinnumarkaðinn og önnur tengd málefni fyrir alla í vinuuskólanum. Jafnframt er ætlunin að halda betur utan um 8. bekk og verður vinnustundum árgangsins fækkað og bara unnið fyrir hádegi. Ofangreindum breytingum er ætlað að auka gæði þeirrar starfssemi sem fer fram innan vinnuskólans.


5.Áherslur umhverfisnefndar fyrir árið 2023

2211030

Tekið fyrir skipulag á plokkdeginum 30. apríl og hreinsunardögum 22. maí - 2. júní 2023 ásamt frekari áherslum nefndarinnar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í tillögur umhverfis- og skipulagssviðs varðandi hreinsun, umhirðu og fegrun bæjarins.

6.Betra Ísland - ábendingar hvað má betur fara í umhverfismálum

2106010

Farið yfir verkefnin og stöðu þeirra og jafnramt áherslur í framhaldinu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Haldið verði áfram með þær tillögur sem ákveðið var í fyrra og eru ólokið. Það sem er útistandandi af þeim tillögum er stígur upp að vörðunni á Grimshól, hundasvæði og útikennslustofa.

7.Umferðaröryggisáætlun 2023-2026

2201012

Vinna við umferðaröryggisáætlun komin vel á veg og drög frá VSÓ liggja fyrir. Lagt fyrir nefndina að yfirfara drögin.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Farið fyrir umferðaröryggisáætlun og óskað eftir að skólastjórendur og starfsmenn leik- og grunnskóla rýni áætlunina. Nefndin leggur til að opna aftur fyrir ábendingasíðuna fyrir umferðaröryggi. Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?