16. fundur
23. nóvember 2022 kl. 17:30 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Kristín Ragnarsdóttirformaður
Þórunn Brynja Júlíusdóttiraðalmaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir1. varamaður
Elísabet Ásta Eyþórsdóttir1. varamaður
Karen Irena Mejna1. varamaður
Starfsmenn
Davíð Viðarssonsviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði:Davíð ViðarssonSviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.Vinnuskóli 2022
2203040
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir störf vinnuskólans á árinu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Farið yfir störf vinnuskólans á árinu.
2.Klappir - sjálfbærnihugbúnaður
2211029
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur greitt fyrir öll sveitarfélögin árgjald að sjálfbærnihugbúnaði Klappa með það fyrir augum að sveitarfélögin innleiði kolefnisbókhald fyrir Suðurnesin. Kynning á hugbúnaði.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir sjálfbærnihugbúnað Klappa.
3.Áherslur umhverfisnefndar fyrir árið 2023
2211030
Farið almennt yfir umhverfismál, umgengni og fyrirhugaða fjórflokkun á sorpi sem tekur gildi um áramótin.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Farið yfir áherslur nefndarinnar fyrir árið 2023.
4.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur
2203048
Tekið fyrir að nýju bréf Særúnar Jónsdóttur dags. 26. ágúst 2022.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að tekið verður tillit til einkenna, ásýndar og sögu svæðisins við hönnun þess.
Guðrún Kristín Ragnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.