2203061
Erindi frá frumkvöðlafyrirtækinu Surova en fyrirtækið er á byrjunarstigi í þróun á sérstökum grænmetisræktunar einingum.
Lausnin er byggð á sjálfvirkri lóðréttri vatnsræktunar einingu sem verður í svipaðri stærð og 40ft flutningagámur. Vatnsræktunarkerfi hefur talsvert betri nýtingu auðlinda en hefðbundin ræktun í gróðurhúsum og með því að hafa einingarnar í smærri skala en tíðkast hefur má staðsetja einingarnar nálægt þeim sem koma til með að nýta grænmetið og þannig sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings. Sjálfvirknin felur í sér sáningu, uppskeru og pökkun á afurðunum ásamt umhverfisstýringu sem sér til þess að það sé alltaf fullkomið ræktunar umhverfi í einingunni.
Einingarnar gætu staðið fyrir utan skóla og/eða á sérstökum stöðum þar sem íbúar sveitarfélagsins geta gengið beint að einingunni og fengið ferskt íslenskt grænmeti beint í hendurnar.
Lagt fram