Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 25. apríl 2022 kl. 17:30 - 19:15 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Aparóla - staðsetning

2203060

Fyrirliggur að setja upp aparólu í sveitarfélaginu. Finna þarf aparólunni stað og er því óskað eftir tillögum umhverfisnefndar um staðsetningu.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að aparólan verði norðvestan við íþróttahús. Sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs mun meta bestu aðstæður á þessu svæði.

2.Betra Ísland - íbúðalýðræðisvefurinn um málefni er varða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni

2106010

Tekið var við hugmyndum íbúa á vefsvæðinu www.betraisland.is í janúar, febrúar og mars. Nú verða hugmyndirnar yfirfarnar og lagt til hverjar komi til framkvæmda á árinu. Hugmyndirnar verða í framhaldi kynntar.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin þakkar íbúum fyrir þátttökuna í verkefninu og telur það komið til að vera. Margar skemmtilegar og góðar hugmyndir bárust sem gaman væri að koma í framkvæmd á næstu árum.

Ákveðið hefur verið að velja hugmyndir sem eru auðveldar í framkvæmd og mikill stuðningur er við. Ásamt því að kostnaður sé ekki mjög mikill þannig að nokkrar hugmyndir verði að veruleika.

Eftirfarandi hugmyndir er lagt til að verði að veruleika í ár; Bætt lýsing á göngustígum, bekkir við hoppubelginn, fleiri ruslatunnur, afgirt hundasvæði, útikennslustofa og stígur upp að vörðunni á Grímshól.

3.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Lagt er fyrir nefndina drög að hönnun frá Landslagi ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á lóðinni í skemmtilegt opið svæði og áningarstað.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Lagt er til að hönnun lóðarinnar verði einfaldara í sniðum og bætt verði við skiltum til að saga Glaðheima fái að njóta sín. Einnig þarf að setja lýsingu á svæðið.

4.Nýsköpun í grænmetisræktun - Surova

2203061

Erindi frá frumkvöðlafyrirtækinu Surova en fyrirtækið er á byrjunarstigi í þróun á sérstökum grænmetisræktunar einingum.

Lausnin er byggð á sjálfvirkri lóðréttri vatnsræktunar einingu sem verður í svipaðri stærð og 40ft flutningagámur. Vatnsræktunarkerfi hefur talsvert betri nýtingu auðlinda en hefðbundin ræktun í gróðurhúsum og með því að hafa einingarnar í smærri skala en tíðkast hefur má staðsetja einingarnar nálægt þeim sem koma til með að nýta grænmetið og þannig sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings. Sjálfvirknin felur í sér sáningu, uppskeru og pökkun á afurðunum ásamt umhverfisstýringu sem sér til þess að það sé alltaf fullkomið ræktunar umhverfi í einingunni.

Einingarnar gætu staðið fyrir utan skóla og/eða á sérstökum stöðum þar sem íbúar sveitarfélagsins geta gengið beint að einingunni og fengið ferskt íslenskt grænmeti beint í hendurnar.
Lagt fram
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins.

5.Aðkoma inn í bæinn, hönnun og undirbúningur.

2204021

Til umfjöllunar aðkoma inn í bæinn, hönnun og undirbúningur. Ásamt umhirðu og verkefnum sumarsins.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin ræddi almennt um umhirðumál.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?