Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 09. júní 2021 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Umgengni á hafnarsvæði og víðar

2106009

Umfjöllun nefndarinnar um umgengni á hafnarsvæði og víðar
Samþykkt
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda lóðarhöfum bréf vegna tilmæla um að bæta umhirðu lóða eða hvatningu um góða umhirðu.

2.Fræðslukvöld í moltugerð

2106011

Fyrirhugað er fræðslukvöld í moltugerð, fimmtudaginn 10. júní kl. 20:00. Hugsað sem jafningjafræðsla í meðhöndlun lífræns úrgangs frá heimilum til moltugerðar.
Samþykkt
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin býður íbúum á fræðslukvöld í moltugerð fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 í sal Álfagerðis.

3.Útivist og nærumhverfi á kort af sveitarfélaginu

2106012

Umfjöllun nefndarinnar um upplýsingar um útvistarsvæði og gönguleiðir í sveitarfélaginu.
Samþykkt
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin óskar eftir því að upplýsingar um skilti og gönguleiðir verði settar inn á bæjarkort (landupplýsingakerfi) sveitarfélagsins. Skoða þarf möguleikann á að fá fjármagn í verkefnið.

4.Erindi frá íbúa vegna gróðurs við göngustíga

2106013

Þorvaldur Örn Árnason bendir á að meðfram göngustígum í Vogum sjái víða á gróðri og leggur til að úrbætur verði gerðar með áburðgargjöf eða nýjum grasþökum.
Samþykkt
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin þakkar Þorvaldi fyrir góðar ábendingar og felur sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að verða við úrbótum.

5.Landsáætlun í skógrækt-Ósk um umsögn um drög

2105011

Óskað er eftir umsögn nefndarinnar um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar
Samþykkt
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 eða umhverfismat áætlunarinnar.

6.Betra Ísland

2106010

Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssvið kynnir samráðvettvanginn Betra Ísland. Gæti hentað vel til ábendinga um það sem betur má fara í umhverfismálum sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í að skoða þann möguleika að nota samráðsvettvanginn betraisland.is til að safna saman því sem má betur fara í viðhalds- og umhverfismálum í sveitarfélaginu.

7.Umhverfisviðurkenningar 2021

2106014

Umfjöllun nefndarinnar um umhverfisviðurkenningar ársins.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Málin rædd.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?