Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 18. mars 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá

1.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga

1904015

Eftirfylgni mála með vísan til fyrri umfjöllunar nefndardinnar.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun um uppfærslu Umhirðuáætlunnar.
nefndin leggur einnig til að sveitarfélagið hefji vinnu við gerð Umhverfis og loftlagsstefnu, vinna við þetta tvennt gæti farið saman.
Nefndin óskar eftir ítarlegri útlistun á verkefnum ársins.

2.Viðburðadagatal - Umhverfisnefnd 2021 - t.d. plokkdagurinn, hreinsunardagar

2103029

Farið yfir viðburði á vegum umhverfisnefndar árið 2021, t.d. plokkdaginn, fuglaskoðun. o.fl.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að sveitarfélagið virki viðburðarhnappinn á heimasíðunni fyrir alla viðburði innan sveitarfélagsins.
Formaður nefndarinnar kemur viðburðum og dagsetningum á vegum nefndarinnar til umsjónarmanns heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Lífrænn úrgangur - losunarstaðir

2103030

Auglýsa þarf hvar er heimilt að losa jarðvegsúrgang.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin vekur athygli á að áfram verður hægt að losa lífrænan úrgang á Grænuborgarsvæðinu og að auglýsa þurfi nákvæmari staðsetningu losunarstaðsins.

4.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Umfjöllun og kynning á stöðu mála varðandi notkun lóðarinnar.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að lóðin verði forunnin samkvæmt fyrri hugmynd nefndarinnar.

5.Vogatjörn verndun lífríkis

2010021

Umræður um Vogatjörn.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að létt verði á tjörninni og hólminn með því gerður ákjósanlegri viðkomustaður farfugla.

6.Gróður á lóðamörkum

2103031

Umræður um gróður á lóðamörkum.
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að send verði út auglýsing vegna gróðurs á lóðarmökum til að forðast að grípa þurfi til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins

7.Ærslabelgur-Staðsetning

2102015

Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að ærslabelgur verði staðsettur vestan við íþróttamiðstöð.

8.Fráveita 2021

2103043

Kynning valkosta við hönnun fráveitu Sveitarfélagsins - vísun frá bæjarráði
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin fellst á leið C sem ákjósanlegastan valkost með tilliti til jarðrasks, tíma og kostnaðar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?